Í gær, þann 5. október, var þingfest fyrir Héraðsdómi Suðurlands, mál sem Héraðssaksóknari hefur höfðað á hendur manni fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás.
Maðurinn er sagður hafa, aðfaranótt fimmtudagsins 14. maí 2022, á skemmtistaðnum Hvíta húsinu á Selfossi, slegið mann með glerglasi í höfuðið, með þeim afleiðingum að brotaþolinn hlaut nokkra skurði í andlitið.
Héraðssaksóknari krefst þess að maðurinn verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar.
Brotaþolinn gerir kröfu um miskabætur upp á 1.250.000 krónur.