fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Fréttir

Óhugnanlegt atvik í Landakotsskóla – Faðir lagði hendur á kennara og nemendur

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 6. október 2023 10:44

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Foreldrum, starfsfólki og nemendum við Landakotsskóla er afar brugðið eftir óhugnanlegt atvik sem átti sér stað í 9 ára bekkjardeild. Faðir eins nemanda ruddist inn í kennslustofuna, hrinti kennara sem þar var við störf, greip í nokkra nemendur og öskraði á bæði kennarann og börnin.

Sem nærri má geta er börnunum afar brugðið eftir atvikið og vitna um það við foreldra sína. Eitt foreldri upplýsir DV um að baksvið málsins séu árekstrar milli sonar mannsins og stelpuhóps í bekknum. Engu að síður sé þessi framganga óskiljanleg þar sem þær deilur hafi verið að baki:

„Strákurinn hans hafði verið að stríða stelpuhópi þarna og þær fóru síðan að stríða honum til baka. En það hefur allt gengið vel síðustu vikurnar og krakkarnir bara verið að leika sér saman. Þannig að þetta er alveg upp úr þurru.“

Að sögn foreldrisins sakaði maðurinn börnin um að vera vond við son hans en sonur hans hágrét og bað pabba sinn um að láta af þessari hegðun. „Við foreldrarnir veltum því fyrir okkur hvernig hann komi fram við drenginn í einrúmi ef hann hagar sér svona á almannafæri,“ segir foreldrið um þennan föður.

Foreldrar eru ekki fyllilega sáttir við viðbrögð skólans í málinu og telja að hringja hefði átt á lögreglu. „Við erum ósátt við að skólinn hafi ekki hringt á lögreglu strax og við viljum ekki að þetta sé sussað niður.“

Skólastjóri tjáir sig ekki en sendi tölvupóst á foreldra

DV hafði samband við Önnu Guðrúnu Júlíusdóttur, skólastjóra Landakotsskóla. Hún vildi ekki tjá sig um málið. Hins vegar sendi hún tölvupóst á foreldra nemenda í bekknum í gær þar sem segir:

„Það varð óheppileg uppákoma í skólanum í dag sem verið er að vinna úr. Starfsmaður var með börnunum á staðnum og annar kom að. Við höfum leitað eftir aðstoð frá Vesturmiðstöð skólaþjónustu grunnskóla til að vinna með okkur að málinu. Ég mun tala við börnin ykkar í fyrramálið.“

Foreldrið sem ræddi við DV segir að kærur á hendur manninum til lögreglu frá nokkrum foreldrum séu í farvatninu. Framkoma mannsins hafi enda verið með þeim hætti að tilefni sé til aðkomu lögreglu og réttarkerfisins.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Talaði Trump af sér?

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Hinn grunaði morðingi Mangione getur ekki stundað kynlíf en er orðinn kyntákn – „Svooooooo heitur“

Hinn grunaði morðingi Mangione getur ekki stundað kynlíf en er orðinn kyntákn – „Svooooooo heitur“
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hafa sagt sig úr SVEIT

Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hafa sagt sig úr SVEIT
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum
Talaði Trump af sér?