fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Fréttir

Lögregla varar við nýju svindli: Nú geta þeir tekið yfir heimabankann þinn

Einar Þór Sigurðsson
Fimmtudaginn 5. október 2023 14:07

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur varað við nýrri tegund af netsvikum en atlagan miðar að því að yfirtaka heimabanka viðkomandi með alvarlegum afleiðingum.

Lögregla birti færslu um þetta á Facebook-síðu sinni en um er að ræða nýtt form svokallaðra smishing-árása.

„Smishing er form vefveiða þar sem glæpamenn senda út svikul skilaboð í formi SMS skilaboða,“ segir lögregla en veiðar sem þessar hafa verið nokkuð algengar hér á landi. Oftast er tekið fram að viðkomandi eigi von á pakkasendingu en þurfi að fara inn á ákveðna slóð þar sem skrá þarf kortaupplýsingar og greiða ákveðið gjald til að fá pakkann afhentan. Kortaupplýsingarnar eru síðan notaðar til að ná háum fjárhæðum af kortinu.

„Nú hefur bæst við ný nálgun. Nú er fólk að fá skilaboð sem líkir eftir bankanum þeirra og þolendur eru beðnir um að fara á tengil og síðan staðfesta skráningu með rafrænum skilríkjum. Þetta er gert til að komast inn á heimabanka viðkomandi og í raun yfirtaka hann. Það er greinilegt að þessir glæpamenn hafa góða þekkingu á virkni heimabanka og hvernig hægt er að millifæra fé og jafnvel stofna ný greiðslukort og virkja þau stafrænt á símum glæpamannanna. Þegar glæpamenn hafa náð stjórn á heimabankanum þá geta þeir gert ansi mikinn usla og stolið umtalsverðum upphæðum og jafnvel stofnað til skulda.“

Lögregla kveðst hafa séð að fólk sem talar ekki íslensku að móðurmáli er viðkvæmara fyrir þessu formi á svindli.

„Verið er að gera varnir tryggari gegn þessu nýja svindli, en vandinn er að hluta til sá að brotaþolar eru sviknir til að staðfesta aðgerðir með rafrænni auðkenningu og hleypa þannig glæpamönnunum inn á heimabankann sinn eins og þau væru að fara inn sjálf. Því beinum við því til fólks að skoða gaumgæfilega öll skilaboð sem miða að bankaviðskiptum og greiðslum og temja sér tortryggni gagnvart þeim. Ekki treysta vörumerkjum fyrirtækja því þau er mjög auðvelt að falsa í svikaskilaboðum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Sigurði Árna lögreglumanni ekki gerð refsing fyrir ofbeldi gegn fanga – „Við verðum skelkaðir í aðstæðum og gerum mistök“

Sigurði Árna lögreglumanni ekki gerð refsing fyrir ofbeldi gegn fanga – „Við verðum skelkaðir í aðstæðum og gerum mistök“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar
Fréttir
Í gær

Heimilt að gera fjárnám hjá Isavia

Heimilt að gera fjárnám hjá Isavia
Fréttir
Í gær

Verðbréf hrynja hjá United Health Group eftir morðið á Thompson – Hatur í garð sjúkratryggingakerfisins blossaði upp

Verðbréf hrynja hjá United Health Group eftir morðið á Thompson – Hatur í garð sjúkratryggingakerfisins blossaði upp
Fréttir
Í gær

Nettó og Bónus í jólabókaverðstríði — mikill verðmunur á spilum, bókum og Legó

Nettó og Bónus í jólabókaverðstríði — mikill verðmunur á spilum, bókum og Legó
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Óvinnufær vegna myglu en fær ekki áheyrn í Hæstarétti

Óvinnufær vegna myglu en fær ekki áheyrn í Hæstarétti