fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Fréttir

Stórt málþing um Covid-faraldurinn á Grand Hótel í dag

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 4. október 2023 08:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Málþing undir yfirskriftinni „Látum vísindin tala“ á vegum samtakanna Frelsi og ábyrgð verður haldið á Hótel Reykjavík Grand í dag kl. 18:30. Fjallað verður um Covid-faraldurinn frá ýmsum sjónarhornum, bæði lífeðlis- og lögfræðilegum, ásamt fyrirhuguðum breytingum á alþjóðheilbrigðisreglugerð WHO og nýjum faraldurssáttmála. Sex valinkunnir erlendir sérfræðingar verða með fyrirlestra:

  • Dr. Pierre Kory er sérfræðingur í gjörgæslulækningum, lungna- og lyflækningum og höfundur fjölda vísindagreina og kennslubóka í læknisfræði Pierre er einn af stofnendum FLCCC (flccc.net) og hefur þróað áhrifarík meðferðarprótókól fyrir kóvid og sprautuskaðaða. Hann kom fljótlega fram á sviðið með harða gagnrýni á stefnu stjórnvalda í faraldrinum og hefur verið kallaður oft til vitnis fyrir þingnefndum í Washington DC og í fjölda ríkisþinga í BNA.
  • Sasha Latypova, fyrrum stjórnandi rannsókna- og þróunarfyrirtækja í lyfjaiðnaðinum. Hún varð áhyggjufull vegna óreglunnar, yfirhylmingarinnar og augljósra svika í tengslum við afar háan fjölda dauðsfalla og örkumlunar sem í ljós kom skömmu eftir að sprautuherferðin hófst. Síðan þá hefur hún rannsakað málin ofan í kjölinn og verið virk í að koma niðurstöðum á framfæri.
  • Katherine Watt er löglærður rannsóknarblaðamaður, einnig með gráður í heimspeki og náttúruvísindum.Frá því að faraldurinn hófst hefur hún rannsakað breytingar á bandarískum lögum sem koma í veg fyrir saksókn vegna lífeðlisfræðilegra glæpa á tímum Covid.Svipuð lög voru innleidd í öðrum löndum, þ.á.m. í Evrópusambandinu.
  • Vibeke Manniche, einn af þekktustu læknum Danmerkur, höfundur 35 bóka aðallega um börn, fjölskylduna, svefn, læknisfræði o.fl. Hún er aðalhöfundur ritrýndu vísindagreinarinnar „Batch-dependent safety of the BNT162b2 mRNA COVID-19 vaccine“ sem kom út í vor og hefur vakið mikla athygli, þar sem leitt var í ljós að gríðarlegur munur er á alvarlegum aukaverkunum eftir framleiðslulotum Pfizer tilraunaefnanna.
  • Max Schmeling tölfræðingur, hann kom inn í rannsóknir um aukaverkanir í tengslum við Covid-19 bóluefnin eftir að hafa uppgötvað ósamræmanleg mynstur í afbrigðum aukaverkanagagna. Hann var einn af meðhöfundum Vibeke á breytanleika framleiðslulota Pfizer efnanna.
  • Philipp Kruse, svissneskur lögfræðingur sem sérhæfir sig í skatta- og stjórnskipunarrétti. Frá árinu 2020 hefur Philipp höfðað alls 22 mál tengd COVID-19 þvingunum stjórnvalda, þar sem reynt hefur á sönnunarbyrði og stjórnarskrárvarinn rétt. Í einu þeirra úrskurðaði Hæstiréttur Sviss að jákvæð niðurstaða PCR prófs geti ekki þjónað sem sönnun um sjúkdóm. Í nóvember 2022 birti teymi Philipps eina umfangsmestu ákæru sem hefur verið lögð fram gegn svissneskum stofnunum; Svissnesku lyfjastofnuninni o.fl. fyrir að heimila á ólögmætan hátt mRNA-byggð COVID-19 „bóluefni“.
Kynning og fundarstjórn verður í höndum Guðmundar Karls Snæbjörnssonar læknis og Arnar Þór Jónsson, lögmaður og varaþingmaður, stýrir pallborðsumræðu. Málþingið er öllum opið á meðan húsrúm leyfir, nánari upplýsingar má finna á Facebook-síðu viðburðarins.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Sérfræðingar telja að enn sé tími til að stökkva á Bitcoin-vagninn

Sérfræðingar telja að enn sé tími til að stökkva á Bitcoin-vagninn
Fréttir
Í gær

Gamla góða Cocoa Puffs aftur á leið í verslanir

Gamla góða Cocoa Puffs aftur á leið í verslanir
Fréttir
Í gær

Var með mikið magn af OxyContin innvortis

Var með mikið magn af OxyContin innvortis
Fréttir
Í gær

Drápshundarnir í Langholtshverfi hafa drepið ketti og ráðist á fólk – „Hundarnir endurspegla eigendurna“

Drápshundarnir í Langholtshverfi hafa drepið ketti og ráðist á fólk – „Hundarnir endurspegla eigendurna“
Fréttir
Í gær

Mangione sagður hafa „misst vitið“ eftir sársaukafulla aðgerð

Mangione sagður hafa „misst vitið“ eftir sársaukafulla aðgerð