Málþing undir yfirskriftinni „Látum vísindin tala“ á vegum samtakanna Frelsi og ábyrgð verður haldið á Hótel Reykjavík Grand í dag kl. 18:30. Fjallað verður um Covid-faraldurinn frá ýmsum sjónarhornum, bæði lífeðlis- og lögfræðilegum, ásamt fyrirhuguðum breytingum á alþjóðheilbrigðisreglugerð WHO og nýjum faraldurssáttmála. Sex valinkunnir erlendir sérfræðingar verða með fyrirlestra:
- Dr. Pierre Kory er sérfræðingur í gjörgæslulækningum, lungna- og lyflækningum og höfundur fjölda vísindagreina og kennslubóka í læknisfræði Pierre er einn af stofnendum FLCCC (flccc.net) og hefur þróað áhrifarík meðferðarprótókól fyrir kóvid og sprautuskaðaða. Hann kom fljótlega fram á sviðið með harða gagnrýni á stefnu stjórnvalda í faraldrinum og hefur verið kallaður oft til vitnis fyrir þingnefndum í Washington DC og í fjölda ríkisþinga í BNA.
- Sasha Latypova, fyrrum stjórnandi rannsókna- og þróunarfyrirtækja í lyfjaiðnaðinum. Hún varð áhyggjufull vegna óreglunnar, yfirhylmingarinnar og augljósra svika í tengslum við afar háan fjölda dauðsfalla og örkumlunar sem í ljós kom skömmu eftir að sprautuherferðin hófst. Síðan þá hefur hún rannsakað málin ofan í kjölinn og verið virk í að koma niðurstöðum á framfæri.
- Katherine Watt er löglærður rannsóknarblaðamaður, einnig með gráður í heimspeki og náttúruvísindum.Frá því að faraldurinn hófst hefur hún rannsakað breytingar á bandarískum lögum sem koma í veg fyrir saksókn vegna lífeðlisfræðilegra glæpa á tímum Covid.Svipuð lög voru innleidd í öðrum löndum, þ.á.m. í Evrópusambandinu.
- Vibeke Manniche, einn af þekktustu læknum Danmerkur, höfundur 35 bóka aðallega um börn, fjölskylduna, svefn, læknisfræði o.fl. Hún er aðalhöfundur ritrýndu vísindagreinarinnar „Batch-dependent safety of the BNT162b2 mRNA COVID-19 vaccine“ sem kom út í vor og hefur vakið mikla athygli, þar sem leitt var í ljós að gríðarlegur munur er á alvarlegum aukaverkunum eftir framleiðslulotum Pfizer tilraunaefnanna.
- Max Schmeling tölfræðingur, hann kom inn í rannsóknir um aukaverkanir í tengslum við Covid-19 bóluefnin eftir að hafa uppgötvað ósamræmanleg mynstur í afbrigðum aukaverkanagagna. Hann var einn af meðhöfundum Vibeke á breytanleika framleiðslulota Pfizer efnanna.
- Philipp Kruse, svissneskur lögfræðingur sem sérhæfir sig í skatta- og stjórnskipunarrétti. Frá árinu 2020 hefur Philipp höfðað alls 22 mál tengd COVID-19 þvingunum stjórnvalda, þar sem reynt hefur á sönnunarbyrði og stjórnarskrárvarinn rétt. Í einu þeirra úrskurðaði Hæstiréttur Sviss að jákvæð niðurstaða PCR prófs geti ekki þjónað sem sönnun um sjúkdóm. Í nóvember 2022 birti teymi Philipps eina umfangsmestu ákæru sem hefur verið lögð fram gegn svissneskum stofnunum; Svissnesku lyfjastofnuninni o.fl. fyrir að heimila á ólögmætan hátt mRNA-byggð COVID-19 „bóluefni“.
Kynning og fundarstjórn verður í höndum Guðmundar Karls Snæbjörnssonar læknis og Arnar Þór Jónsson, lögmaður og varaþingmaður, stýrir pallborðsumræðu. Málþingið er öllum opið á meðan húsrúm leyfir, nánari upplýsingar má finna á
Facebook-síðu viðburðarins.