fbpx
Föstudagur 24.mars 2023
Fréttir

Sauð upp úr í verslun á Suðurnesjum – Skráma á bíl leiddi til líkamsárásar

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 30. janúar 2023 13:45

Héraðsdómur Reykjaness.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á föstudaginn var maður sakfelldur í Héraðsdómi Reykjaness fyrir líkamsárás sem átti sér stað inni í verslun á Reykjanesbæ þriðjudaginn 12. október árið 2021. Aðdragandinn að slysinu voru deilur um skemmdir á bíl afgreiðslukonu í versluninni.

Afgreiðslukonan hafði átt í orðaskiptum við konu úti á bílaplani vegna rispu á bíl afgreiðslukonunnar. Hún segist hafa spurt konu, ökumann nálægs bíls, hvort hún hefði bakkað á bílinn sinn. Konan neitaði því. Tók afreiðslukonan þá mynd af bílnúmeri konunnar og sagði henni að hún myndi skoða gögn úr eftlirlitsmyndavélum til að kanna hver hefði valdið tjóni á bíl hennar.

Nokkru síðar kom karlmaður inn í verslunina, þar sem afgreiðslukonan var við störf, með miklum látum og ógnandi tilburðum. Tók hún upp síma sinn og hóf upptöku á samskiptum við hann. Maðurinn sagði: „Why are you saying that my girlfriend hit your car?“ Var maðurinn sagður hafa slegið símann úr höndum konunnar þannig að hann féll í gólfið, gripið um háls hennar og ýtt henni kröftuglega þannig að hún féll í gólfið. Hlaut hún af þessu 3 cm sár á hné auk eymsla á höfði og hálsi.

Maðurinn neitaði sök í málinu og lýsti tilburðum sínum sem mun mildari en lýst er í ákæru. Hins vegar stangaðist framburður hans bæði á við gögn úr síma konunnar og úr eftirlitsmyndavélum, auk þess sem hann stríddi gegn framburði vitnis, en annar starfsmaður verslunarinnar sá það sem fram fór, auk þess að stöðva átökin og hringja á lögreglu.

Maðurinn var sakfelldur og dæmdur í 30 daga skilorðsbundið fangelsi. Hann var jafnframt dæmdur til að greiða konunni 100.000 krónur í miskabætur og rúmlega 300 þúsund krónur í málskostnað.

Sjá dóm héraðsdóms

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Aðstæður erfiðar og krefjandi við banaslysið í Glym

Aðstæður erfiðar og krefjandi við banaslysið í Glym
Fréttir
Í gær

Bandamaður Pútíns varar við – „Afleiðingarnar fyrir alþjóðalög verða gríðarlegar“

Bandamaður Pútíns varar við – „Afleiðingarnar fyrir alþjóðalög verða gríðarlegar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Minningarreikningur stofnaður fyrir systkini Þuríðar Örnu: „Skilur eftir sig tómarúm sem erfitt verður að fylla“

Minningarreikningur stofnaður fyrir systkini Þuríðar Örnu: „Skilur eftir sig tómarúm sem erfitt verður að fylla“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Móðir laut í lægra haldi fyrir Fæðingarorlofssjóði – Taldi að um hagsmunamál fyrir íslenska lækna væri að ræða

Móðir laut í lægra haldi fyrir Fæðingarorlofssjóði – Taldi að um hagsmunamál fyrir íslenska lækna væri að ræða
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir að Kínverjar hafi sent Rússum vopn með leynd

Segir að Kínverjar hafi sent Rússum vopn með leynd
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gallharðir erlendir áróðursmeistarar Pútíns funduðu í Moskvu

Gallharðir erlendir áróðursmeistarar Pútíns funduðu í Moskvu