fbpx
Föstudagur 24.mars 2023
Fréttir

Lögregla kölluð útaf húsráðanda sem lamdi niður svínakjöt af innlifun

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 29. janúar 2023 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan er kölluð til að sinna margvíslegum verkefnum og reglulega kemur fyrir að grandvarir borgarar sem senda inn tilkynningar séu að mistúlka hlutina. Slíkt átti sér stað í gærkvöldi, samkvæmt dagbók lögreglu,  þegar að lögregla knúði dyra á íbúð í hverfi 105 en tilkynnt hafði verið um háværa dynki sem voru að berast úr íbúðunni. Þegar húsráðandi kom til dyra kom í ljós að viðkomandi var að lumbra á svínakjöti með kjöthamri, sennilega í sögulegri snitzelgerð. Ekki fylgir sögunni hvort laganna vörðum var boðið í mat en útkallinu var að minnsta kosti lokið.

Að öðru leyti voru hefðbundin helgarverkefni skráð í dagbók lögreglu. Aðstoð við ölvaða miðbæjargesti, ökumenn undir áhrifum stöðvar og sviptir réttindum eftir atvikum og eftirlit með hvort að skemmistaðir væru mannaðir dyravörðum. Einum slíkum stað var lokað í miðbænum því þar reyndust dyraverðirnir vera án réttinda.

Þá leysti lögreglan upp 200 manna samkvæmi unglinga í miðbænum en þar var verið að veita áfengi til einstaklinga undir 20 ára að aldri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Eydís lýsir ofbeldi hjá Vottunum: Börn dregin á eyrunum inn í hliðarherbergi og potað milli rifja á kornabarni

Eydís lýsir ofbeldi hjá Vottunum: Börn dregin á eyrunum inn í hliðarherbergi og potað milli rifja á kornabarni
Fréttir
Í gær

Snapchat-perri fyrir dóm á Akureyri – „Sýndi henni vanvirðandi, ósiðlegt og lostugt athæfi“

Snapchat-perri fyrir dóm á Akureyri – „Sýndi henni vanvirðandi, ósiðlegt og lostugt athæfi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Móðir laut í lægra haldi fyrir Fæðingarorlofssjóði – Taldi að um hagsmunamál fyrir íslenska lækna væri að ræða

Móðir laut í lægra haldi fyrir Fæðingarorlofssjóði – Taldi að um hagsmunamál fyrir íslenska lækna væri að ræða
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi starfsmaður lagði 100 Iceland Hotel fyrir dómi

Fyrrverandi starfsmaður lagði 100 Iceland Hotel fyrir dómi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gallharðir erlendir áróðursmeistarar Pútíns funduðu í Moskvu

Gallharðir erlendir áróðursmeistarar Pútíns funduðu í Moskvu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pútín gerir stúdentum tilboð sem þeir vilja hafna en geta ekki hafnað

Pútín gerir stúdentum tilboð sem þeir vilja hafna en geta ekki hafnað