fbpx
Laugardagur 28.janúar 2023
Fréttir

Frosti varpar sprengjum og Ólöf Tara segir hann ljúga – „Þær eru að senda pósta á „random“ fólk úti í bæ“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 23. janúar 2023 20:30

Myndin er samsett en á henni eru: Ólöf Tara og meðlimir Öfga, Þorsteinn V. Einarsson, Sóley Tómasdóttir og Frosti Logason.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Efnisveitan Brotkast fór í loftið í dag og hefur vakið talsverða athygli. Fjölmiðlamaðurinn Frosti Logason greindi frá því á samfélagsmiðlum í dag að hann væri að snúa aftur með þáttinn Harmageddon, sem legið hefur í dvala síðan 2021, og að hann yrði sýndur á efnisveitunni. Þá segir Frosti að Brotkast sé „lítið fjölskyldufyrirtæki“ sem hann og Helga Gabríela Sigurðardóttir, matreiðslumaður og eiginkona Frosta, stofnuðu. „Vonum við að það eigi eftir að vaxa vel og dafna á næstu misserum,“ segir í færslunni sem um ræðir.

„Við byrjum með sex mismunandi þætti en eigum eftir að bæta við þáttastjórnendum á komandi vikum og mánuðum. Mér þætti vænt um að vinir mínir og kunningjar vildu styrkja þetta framtak okkar með því að næla sér í áskrift á einungis 1.669kr á mánuði. Góðar stundir.“

Lesa meira: Frosti Loga snýr aftur með Harmageddon

„Það er ekki hægt að trúa öllu sem maður les“

Á Brotkastinu eru nú þegar komnir nokkrir þættir inn, þar á meðal tveir nýjir þættir af Harmageddon. Kaupa þarf áskrift til að sjá þættina í heild sinni en hægt er að sjá brot úr báðum þáttunum á vefsíðunni án þess að vera með áskrift. Í þessum tveimur brotum er óhætt að segja að Frosti varpi sprengjum og ljóst er að hann er ekki hræddur við að stuða fólk með ummælum sínum. Frosti sagði í samtali við Vísi fyrr í dag að áhorfendur mættu búast við látum og að ekkert væri skafið af því. „Það er svo þægilegt, þegar maður er sinn eigin herra, að geta sagt það sem allir eru að hugsa en fáir þora að segja,“ sagði hann í samtali við blaðamann Vísis.

Í broti úr fyrsta þættinum talar Frosti meðal annars um einkaþjálfarann Ólöfu Töru og aðgerðarhópinn Öfga. Það gerir hann eftir að hafa rætt um hinn umdeilda Andrew Tate og ásakanirnar á hendur honum. Tate var um áramótin handtekinn af rúmensku lögreglunni en hann er grunaður um mansal, nauðgun og fyrir að hafa stofnað skipulögð glæpasamtök. Frosti sagðist ekki vera mikið fyrir Tate og að hann væri „drullusokkur“ en hann tekur þó ásökununum með fyrirvara:

„Heimurinn hann virkar á lævísan hátt og það er ekki hægt að trúa öllu sem maður les. Þegar það verður búið að gefa út ákæru og maðurinn hefur fengið málsmeðferð og hann hefur verið dæmdur fyrir mansal og nauðgun þá skal ég kaupa það en að fleygja svona fram ásökunum um mann sem er óvinsælasti maðurinn á internetinu, það er eitthvað stef sem ég er vanur að sjá.“

Frosti fer þá að tala um það að vera með óvinsælar skoðanir og minnist á fyrirlesarann og doktorsnemann Begga Ólafs en hann olli töluverðum usla á dögunum með umdeildu viðtali. Í framhaldi af því fór hann að tala um Ólöfu Töru og Öfga. „Ef þú ert með óvinsælar skoðanir eins og Beggi Ólafs… þið getið treyst því að akkúrat núna þá er Ólöf Tara og liðið þarna í Öfgum, þær eru sko að leita núna,“ segir hann.

„Þær eru að senda pósta á „random“ fólk úti í bæ: „Átt þú ofbeldissögur af Begga Ólafs? Við verðum að finna ofbeldissögur af Begga Ólafs.“ Og ef þær finna þær ekki, þá geta þær bara búið þær til því það er nákvæmlega það sem þær hafa verið að gera.“

Meðlimir Öfga svara svo ummælum Frosta á Twitter í dag. Tanja Ísfjörð Magnúsdóttir, stjórnarkona í Öfgum, birtir klippuna úr þættinum þar sem hann talar um Öfga og segir: „Get over yourself.“ Þá tekur Ólöf Tara sjálf til máls í athugasemd við færslu Tönju og segir að um ærumeiðingar og lygar sé að ræða: „Byrjar fyrsta þáttinn á ærumeiðingum. Karlar gonna be karlar. Alltaf að ljúga.“

„Þetta gæti verið eitthvað“

Í brotinu úr seinni þættinum talar Frosti svo um Þorstein V. Einarsson, umsjónarmann hlaðvarpsins Karlmennskan, og Sóleyju Tómasdóttur, baráttukonu og fyrrverandi borgarfulltrúa. Þorsteinn birti á dögunum færslu á samfélagsmiðlinum Twitter þar sem hann greindi frá hlaðvarpi sem hann og Sóley eru með í pípunum. „Svona kallakalla skoðanaspjall nema meira feminískt fræðilegt og kryfja það sem snýr að jafnrétti. Létt en þungt,“ sagði Þorsteinn í færslunni og bað svo um tillögur að nafni á þáttinn.

Frosti gerir grín að þessari færslu í þættinum og kemur svo með sínar tillögur að nöfnum á hlaðvarpið. „Ég væri mjög spenntur fyrir þessu og mér datt strax í hug nokkur nöfn fyrir þetta hlaðvarp af því hann var að biðja um það: Með gubbuna upp í háls eða Með æluna upp í háls, þáttur með Þorsteini V. og Sóleyju Tómas vikulega þar sem þau ræða um feminísk málefni. Hlustaðu með okkur og vertu með æluna upp í háls alla þriðjudaga… þetta gæti verið eitthvað,“ segir hann og kemur svo með fleiri tillögur að nafni.

„Eða hreinlega bara: Gubbukastið. Sem gæti verið náttúrulega tilvísun í það að þetta er – eða Gubbuspjallið, Gubbuspjallið gæti verið gott. Sóley Tómasar og Þorsteinn V. ræða um feminísk málefni í Gubbuspjallinu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Eyjabörn voru lamin þegar þau komu upp á land og sögð vera pakk

Eyjabörn voru lamin þegar þau komu upp á land og sögð vera pakk
Fréttir
Í gær

Segir rússneskum foreldrum að loka börnin inni því morðingjar og nauðgarar Pútíns séu að koma heim frá Úkraínu

Segir rússneskum foreldrum að loka börnin inni því morðingjar og nauðgarar Pútíns séu að koma heim frá Úkraínu
Fréttir
Í gær

Samkeppniseftirlitið stoppar kaup Kaupfélags Skagfirðinga á Gunnars Majonesi – „Við erum að skoða og meta málið“

Samkeppniseftirlitið stoppar kaup Kaupfélags Skagfirðinga á Gunnars Majonesi – „Við erum að skoða og meta málið“
Fréttir
Í gær

Logi vill sjá fimm atriði breytast hjá Guðmundi ef hann á að halda áfram sem landsliðsþjálfari

Logi vill sjá fimm atriði breytast hjá Guðmundi ef hann á að halda áfram sem landsliðsþjálfari
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Skordýramartröð hjá húskaupendum í Grindavík – Krökkt af maurum bak við skápa og skúffur

Skordýramartröð hjá húskaupendum í Grindavík – Krökkt af maurum bak við skápa og skúffur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir gjaldþrotahrinu yfirvofandi í veitingahúsageiranum

Segir gjaldþrotahrinu yfirvofandi í veitingahúsageiranum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þjófnaður, skemmdarverk, slys og ökumenn í vímu

Þjófnaður, skemmdarverk, slys og ökumenn í vímu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

ÓIína hjólar í Eirík útaf skrifum hans – „Grein hans er áróður. Hún er líka ómerkileg“

ÓIína hjólar í Eirík útaf skrifum hans – „Grein hans er áróður. Hún er líka ómerkileg“