fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

„Ég hef verið þögguð, niðurlægð og einangruð“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 23. janúar 2023 12:41

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Svala Magnea Ásdísardóttir er fjölmiðlafræðingur og blaðamaður sem býr í Svíþjóð. Hún vill meina að hún hafi orðið fyrir barðinu á hatursorðræðu vegna ákvörðunar sem hún tók um að láta ekki bólusetja sig við COVID-19.

Svala skrifaði um þetta í grein sem birtist hjá krossgotur.is í tilefni af fregnum um að senda eigi ríkisstarfsmenn á námskeið um hatursorðræðu.

Og þetta samþykkti bara fólk

Svala veltir fyrir sér hvernig hatursorðræða sé skilgreint og hvort sú skilgreining rúmi „raunverulega reynslu fólks sem fyrir henni hefur orðið.“

„Mér verður nefnilega hugsað til undanfarinna ára þar sem bæði hatri og fordómum hefur rignt yfir mig og aðra linnulaust. Ég hef verið uppnefnd með niðrandi orðum oftar en einu sinni. Mér hefur verið útskúfað og sýnd fyrirlitning. Mér hefur verið hótað að best væri að ég og „mínir líkar“ myndu bara drepast. Orðum mínum og ummælum hefur verið eytt óteljandi sinnum. Ég hef verið þögguð, niðurlægð og einangruð. Á köflum mátti ég ekki taka þátt í samfélaginu, ferðast, fara á ýmsa viðburði. Mér var mismunað. Ég var hólfuð niður og sett út í horn sem annars flokks manneskja. Og þetta samþykkti bara fólk.“ 

Svala segir að fólk hafi horft upp á þetta gerast og í stað þess að grípa inn í hafi fólk jafnvel tekið þátt í fordæmingunni og jafnvel klagað hana til lögreglu.

Tók ákvörðun um eigin líkama

Svala spyr: „Af hverju helltist yfir mig hatur fyrir tveimur árum“

Það hafi verið vegna þess að hún hafi sjálf tekið ákvörðun um heilsu sína sem hún hafi metið að væri sú besta í stöðunni.

Veltir Svala því fyrir sér hvort fræðslunámskeiðið áðurnefnda muni taka mið af öllum birtingamyndum hatursoræðu. Telur hún þó líklegt miðað við þróun síðustu ára að þessi fræðsla muni snúast um að „þagga niður í sjónarmiðum sem stangast á við settar reglur ríkisvaldsins.“

Svala var til viðtals í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem hún sagði að hún haf veikst af COVID snemma í faraldrinum og ákveðið að láta ekki bólusetja sig í kjölfarið heldur treysta á ónæmiskerfið sitt í kjölfar smitsins. Fyrir þessa ákvörðun hafi hún verið fordæmt.

„Ég upplifði alveg mjög fordómafullt viðmót frá mikið af fólki. Fólk sem sagði upp vináttunni og hætti að tala við mig og annað eins af því að ég var kannski ekki með þessar hefðbundnu skoðanir“

Velti Svala því fyrir sér hvort að það sé réttlætanlegt að beina hatri að fólki fyrir heilsufarslegt val þeirra. Varla megi taka réttinn af manneskjunni til að hafa ákvörðunarvald yfir eigin líkama.

„Það var talað um hina óbólusettu eins og einhvern kynstofn sem þyrfti bara að koma fyrir í Grímsey og einangra og þau ættu bara að missa sín réttindi í samfélaginu, hefðu bara ekki rétt til að hafa á  börn leikskóla…“ 

Svala telur að skilgreina þurfi betur hvað sé hatursorðræða og veltir því fyrir sér hvort slík skilgreining þýði að réttlætanlegt sé að beina hatri gegn þeim sem ekki falli undir slíka skilgreiningu. Til dæmis eins og í tilfelli óbólusettra.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ljótar sögur ganga um starfsmenn Langanesbyggðar – Björn sveitarstjóri talar um „eitrað andrúmsloft“ á staðnum

Ljótar sögur ganga um starfsmenn Langanesbyggðar – Björn sveitarstjóri talar um „eitrað andrúmsloft“ á staðnum
Fréttir
Í gær

Mörg dæmi um að frændhygli, kunningsskapur og pólitísk fyrirgreiðsla ráði för – „Og svo spurði ég um spillingu“

Mörg dæmi um að frændhygli, kunningsskapur og pólitísk fyrirgreiðsla ráði för – „Og svo spurði ég um spillingu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Slys við Dalveg: Bíl ekið inn í skrifstofu Útlendingastofnunnar

Slys við Dalveg: Bíl ekið inn í skrifstofu Útlendingastofnunnar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jólaskotárásin á Hvaleyrarholti – Faðirinn skýldi 9 ára dóttur sinni fyrir skothríðinni

Jólaskotárásin á Hvaleyrarholti – Faðirinn skýldi 9 ára dóttur sinni fyrir skothríðinni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mætti tveimur rottum í Skeiðarvoginum í morgun

Mætti tveimur rottum í Skeiðarvoginum í morgun