fbpx
Laugardagur 28.janúar 2023
Fréttir

Sigur í lokaleiknum: Strákarnir spýttu í lófana í síðari hálfleik – Hvað sagði Twitter?

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 22. janúar 2023 18:33

Skjáskot RÚV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eftir slakan fyrri hálfleik, þar sem staðan var 22:18 fyrir Brasilíu að honum loknum, náði íslensku strákarnir að hrista af sér slenið í síðari hálfleik og landa sigri í lokaleiknum á HM í handbolta. Þegar minna en sjö mínútur voru til leiksloka  kom Gísli Þorgeils Kristjánsson Íslandi í 35:34 og var það í fyrsta skipti sem íslenska liðið náði forystu í leiknum. Íslendingar voru síðan sterkari á lokakaflanum og lönduðu sigri, 41:37.

Það skýrist síðar í kvöld hvort sigurinn tryggir Íslandi 3ja sæti í milliriðlinum sem er ávísun á 9.-12. sæti á mótinu. Er það nokkuð langt undir væntingum margra og deilt er um hvort árangur liðsins hafi verið undir væntingum eða hvort liðið hafi einfaldlega verið ofmetið en miklar vonir voru bundnar við verðlaunasæti á mótinu.

Bjarki Már Elíasson skoraði 9 mörk fyrir Ísland en Kristján Örn Kristjánsson skoraði 8 mörk.

Varnarleikur íslenska liðsins var heilt yfir mjög slakur í leiknum en vörnin þéttist þó er leið á síðari hálfleik. Álitsgjafar RÚV sögðu að fyrri hálfleikurinn hefði verið einn versti hálfleikur íslenska liðsins fyrr og síðar.

Eins og vanalega hafði Twitter eitt og annað að segja um leikinn og hér gefur að líta nokkur tíst:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Samkeppniseftirlitið stoppar kaup Kaupfélags Skagfirðinga á Gunnars Majonesi – „Við erum að skoða og meta málið“

Samkeppniseftirlitið stoppar kaup Kaupfélags Skagfirðinga á Gunnars Majonesi – „Við erum að skoða og meta málið“
Fréttir
Í gær

Logi vill sjá fimm atriði breytast hjá Guðmundi ef hann á að halda áfram sem landsliðsþjálfari

Logi vill sjá fimm atriði breytast hjá Guðmundi ef hann á að halda áfram sem landsliðsþjálfari
Fréttir
Í gær

Baldur segir hugvíkkandi efni ekkert annað en fíkniefni – Skilaboðin að fíkniefnaneysla sé eðlileg

Baldur segir hugvíkkandi efni ekkert annað en fíkniefni – Skilaboðin að fíkniefnaneysla sé eðlileg
Fréttir
Í gær

Þorlákur dæmdur til að greiða samfanga bætur fyrir líkamsárás á Litla-Hrauni – Afplánar sjö og hálfs árs dóm fyrir tilraun til að drepa varaþingmann

Þorlákur dæmdur til að greiða samfanga bætur fyrir líkamsárás á Litla-Hrauni – Afplánar sjö og hálfs árs dóm fyrir tilraun til að drepa varaþingmann
Fréttir
Í gær

Þjófnaður, skemmdarverk, slys og ökumenn í vímu

Þjófnaður, skemmdarverk, slys og ökumenn í vímu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

ÓIína hjólar í Eirík útaf skrifum hans – „Grein hans er áróður. Hún er líka ómerkileg“

ÓIína hjólar í Eirík útaf skrifum hans – „Grein hans er áróður. Hún er líka ómerkileg“