fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Burðardýr með banvænan skammt af Oxycontin

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 17. janúar 2023 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Erlendur maður var í síðustu viku dæmdur í 9 mánaða fangelsi fyrir að hafa reynt að smygla til landsins rétt tæplega 500 töflum af ávana- og fíknilyfinu Oxycontin.

Atvikið átti sér stað þann 6. nóvember í fyrra en maðurinn var að koma með flugi frá Varsjá í Póllandi er hann var stöðvaður á Keflavíkurflugvelli með lyfin falin innanklæða í fatnaði.

Maðurinn játaði brot sitt en ekki er vitað til að hann hafi áður verið dæmdur til refsingar hér á landi. Þetta var virt honum til refsilækkunar en helstu forsendur fangelsisdómsins, 9 mánuðir, ekki skilorðsbundnir, er sú staðreynd að Oxycontin er álitið vera lífshættulegt lyf. Um þetta segir í texta dómsins:

„Í málinu liggur bréf A yfirlæknis, dags. 26. ágúst 2019, þar sem hann fyrir hönd embættis landlæknis svarar fyrirspurn lögreglustjórans á Suðurnesjum varðandi lyfið OxyContin. Í bréfinu segir meðal annars að á árinu 2018 hafi verið skráð alls 39 lyfjatengd dauðsföll á Íslandi, þar af vegna ópíóða 23 dauðsföll. Í niðurstöðukafla bréfs yfirlæknisins segir meðal annars að 2-3 töflur af OxyContin 80 mg geti verið banvænar.

Hjá óreyndum neytendum sem mylji töflurnar, eða einstaklingum sem séu undir áhrifum annarra slævandi efna, geti jafnvel ein tafla verið lífshættuleg. OxyContin eigi aðeins að nota í nánu samráði við lækna. Í dómi Landsréttar í máli nr. 187/2022 er lagt til grundvallar að OxyContin hafi afar mikla hættueiginleika. Ekkert hefur komið fram í máli þessu sem bendir til að það mat sé rangt. Verður að leggja til grundvallar að ákærði hafi flutt til landsins umtalsvert magn afar hættulegs efnis sem ætlað hafi verið til söludreifingar.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“