fbpx
Föstudagur 27.janúar 2023
Fréttir

Köflóttur fyrri hálfleikur gegn S-Kóreu en örugg forysta – Hvað segir handbolta-Twitter?

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 16. janúar 2023 17:37

Skjáskot RÚV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ísland er með forystu í hálfleik gegn S-Kóreu á HM í handbolta, 19:13. Viktor Gísli Hallgrímsson hefur lokað markinu á köflum en hann hefur valið alls 10 skot í fyrri hálfleiknum.

Þrátt fyrir góð tilþrif hefur íslenska liðið gert töluvert af sóknarmistökum. S-Kóreumenn eru hraðir og baráttuglaðir og ljóst að strákarnir mega ekkert gefa eftir til að hleypa þeim ekki inn í leikinn. Ísland komst í 7 marka forystu en S-Kórea minnkaði muninn niður í fjögur mörk. Ísland náði síðan að auka við forskotið undir lok hálfleiksins.

Óðinn Þór Ríkharðsson er markhæstur í íslenska liðinu eftir fyrri hálfleikinn með 8 mörk og Bjarki Már Elísson hefur skorað 5. Í heild hefur fyrri hálfleikurinn verið góður.

Handbolta-Twitter er líflegur að vanda og þar er landsliðskappinn fyrrverandi, Ásgeir Hallgrímsson, gagnrýndur fyrir ummæli sín í HM-stofunni:


Handboltasérfræðingar virðast hins vegar sannfærðir um öruggan sigur gegn S-Kóreru í dag:

Hafliði Breiðfjörð er ánægður með Óðinn Þór:

Fannar hefur eitthvað að athuga við búning S-Kóreumanna:

Sérfræðingar RÚV í HM-stofunni eru ánægðir með fyrri hálfeikinn og nýir leikmenn sem komu inn í liðið núna eru sagðir hafa staðið sig vel. Logi Geirsson segir að lykillinn að því að Ísland geti farið alla leið í mótinu sé að Viktor Gísli Hallgrímsson blómstri í markinu en hann hefur, sem fyrr segir, varið 10 skot í fyrri hálfleiknum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Samkeppniseftirlitið stoppar kaup Kaupfélags Skagfirðinga á Gunnars Majonesi – „Við erum að skoða og meta málið“

Samkeppniseftirlitið stoppar kaup Kaupfélags Skagfirðinga á Gunnars Majonesi – „Við erum að skoða og meta málið“
Fréttir
Í gær

Logi vill sjá fimm atriði breytast hjá Guðmundi ef hann á að halda áfram sem landsliðsþjálfari

Logi vill sjá fimm atriði breytast hjá Guðmundi ef hann á að halda áfram sem landsliðsþjálfari
Fréttir
Í gær

Baldur segir hugvíkkandi efni ekkert annað en fíkniefni – Skilaboðin að fíkniefnaneysla sé eðlileg

Baldur segir hugvíkkandi efni ekkert annað en fíkniefni – Skilaboðin að fíkniefnaneysla sé eðlileg
Fréttir
Í gær

Þorlákur dæmdur til að greiða samfanga bætur fyrir líkamsárás á Litla-Hrauni – Afplánar sjö og hálfs árs dóm fyrir tilraun til að drepa varaþingmann

Þorlákur dæmdur til að greiða samfanga bætur fyrir líkamsárás á Litla-Hrauni – Afplánar sjö og hálfs árs dóm fyrir tilraun til að drepa varaþingmann
Fréttir
Í gær

Þjófnaður, skemmdarverk, slys og ökumenn í vímu

Þjófnaður, skemmdarverk, slys og ökumenn í vímu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

ÓIína hjólar í Eirík útaf skrifum hans – „Grein hans er áróður. Hún er líka ómerkileg“

ÓIína hjólar í Eirík útaf skrifum hans – „Grein hans er áróður. Hún er líka ómerkileg“