fbpx
Föstudagur 27.janúar 2023
Fréttir

Tortryggni í garð bílastæðaþjónustu á Keflavíkurflugvelli: Park4U kennir Lagningu um – Lagning svarar

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 13. janúar 2023 11:15

Mynd: Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Töluverð umfjöllun hefur verið um vandamál hjá bílastæðaþjónustum á Keflavíkurflugvelli undanfarið. Forsvarsmaður bílastæðaþjónustunnar Park4U segir að umfjöllun um vandamál Lagningar hafi spillt orðspori þessarar þjónustu í heild og viðskiptavinir séu mjög tortryggnir.

Framkvæmdastjóri Lagningar bendir á að Lagning hafi oft verið í þessum sporum og orðið að gjalda fyrir þjónustubrest hjá samkeppnisaðilum. Viðskiptavinir hafi tilhneigingu til að setja allar bílastæðaþjónustur við Keflavíkurflugvöll undir sama hatt.

Eins og DV greindi frá þann 3. janúar lentu viðskiptavinir Lagningar í miklum vandræðum nóttina þar á undan. Stórir hópar farþega komu frá Kanaríeyjum, Tenerife og fleiri sólarlöndum, fólk sem hafði dvalist þar yfir hátíðarnar. Farþegi sem var að koma frá Gran Canaria þurfti að bíða eftir að fá bílinn afhentan frá Lagningu frá kl. 1:30 um nótt þar til 7:30 um morguninn, eða sex klukkustundir.

Íris Hrund Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Lagningar, útskýrði þá að fyrirtækið hefði lent í miklum erfiðleikum vegna ófærðarinnar:

„Þegar snjórinn kom 18. desember þá erum við með yfir 400 bíla fasta í snjó og við fengum ekki mokstur því Ísavía var búið að kaupa allan mokstur frá bænum sem hægt var að fá. Eins og komið hefur fram í fréttum var Reykjanesbær stútfullur af snjó og fólk komst ekki í vinnu í marga daga. Við erum síðan með útkeyrt starfsfólk, þau hafa öll unnið dag og nótt í hrikalega erfiðum aðstæðum, enginn hefur fengið hvíld. Við erum meira að segja búin að athuga hvort við fáum aðstoð hjá björgunarsveitinni bara til að láta fólk fá bíl. Síðan gerðist það í nótt að starfsfólkið gafst bara upp. Þetta eru óviðráðanlegar aðstæður og við erum að gera okkar besta til að vinna úr þessu.“

 Segir að fólk óttist að bílunum sé lagt út í móa

„Við erum samkeppnisaðili Lagningar og erum nýbyrjaðir, til þess að gera, nýkomnir inn á markaðinn. Okkur þykir leiðinlegt að það komi svona umfjöllun um samkeppnisaðila þegar við höfum verið að leggja púður í öryggi og aðstæður,“ segir Breki Blær Stefánsson, forsvarsmaður Park4U.

„Við leggjum okkar bílum á malbikuðu plani og höfum lagt mikið í að hafa þjónustuna örugga. Því finnst okkur leiðinlegt þegar fólk fer að efast um það og heldur að við séum að leggja bílunum út í móa eða í eitthvert drullusvað,“ segir Breki en vill þó ekki fullyrða að samkeppnisaðilinn Lagning hafi þann háttinn á. Hins vegar gefur hann lítið fyrir afsakanir Lagningar á vandamálunum upp úr nýári, þ.e.  að skortur á snjómokstri hafi valdið miklum töfum á því að bílum væri skilað til viðskiptavina.

„Varðandi snjómoksturinn þá er þetta engum að kenna nema sjálfum þjónustuaðilanum. Við fengum skóflu og mokuðum stæðin og lentum ekki í neinum vandræðum.“

Íris Hrund hjá Lagningu bendir hins vegar á að Lagning sé stærra fyrirtæki en Park4U en auk þeirra er Base Parking á þessu markaði. „Það má vel vera, en eftir okkar bestu vitund eru bílastæði Lagningar tæplega 10 sinnum stærra en bílastæði þeirra og því þeirra verkefni töluvert umfangsminna. Þótt svo að vandamál okkar þarna þessar klukkustundir megi rekja til snjókomu þá má segja að sambland af snjókomu, mokstursleysi, lokunum á Reykjanesbrautinni sem og seinkanir á flugum hafi komið af stað keðjuverkun sem að við vorum því miður ekki tilbúin fyrir. Að þessu sögðu er því frekar óraunhæft að meta saman aðstæður mismunandi þjónustuaðila.“

Breki segir: „Ég vil halda okkar orðspori góðu og mér finnst að Lagning þurfi að passa upp á sína þjónustu því neikvæð umræða hefur slæm áhrif á önnur fyrirtæki í þessum geira líka.“

Íris segir að bílastæðaþjónustur séu vissulega oft settar undir sama hatt: „Við höfum orðið fyrir töluverðu aðkasti af umfjöllunum áður um atvik sem komu okkur ekki við, töluvert alvarlegri atvik en sem um ræðir núna. Slík umræða bitnar því miður á öllum fyrirtækjunum í greininni. Okkar viðbrögð á þeim tíma voru að leiða þetta hjá okkur og halda áfram. Við sáum okkur ekki hag í fjölmiðlaumfjöllun um það.“

Aðspurð segir Íris hins vegar að starfsemi Lagningar sé nú komin í gott lag:

„Okkur gengur vel, takk fyrir að spyrja, og það er allt komið í fastar skorður, við höfum aldrei lent í þessum aðstæðum áður þrátt fyrir margra ára reynslu svo við höfðum því miður ekkert fordæmi. Jól og áramót eru alltaf háannatími hjá okkur svo þessi snjókoma sem kyngdi niður þarna í tvo sólarhringa látlaust hafði mikil áhrif á okkur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Skordýramartröð hjá húskaupendum í Grindavík – Krökkt af maurum bak við skápa og skúffur

Skordýramartröð hjá húskaupendum í Grindavík – Krökkt af maurum bak við skápa og skúffur
Fréttir
Í gær

Segir gjaldþrotahrinu yfirvofandi í veitingahúsageiranum

Segir gjaldþrotahrinu yfirvofandi í veitingahúsageiranum
Fréttir
Í gær

Fréttavaktin: Börn á biðlista og Bókmenntaverðlaunin

Fréttavaktin: Börn á biðlista og Bókmenntaverðlaunin
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stóra kókaínmálið: Páli timbursala fannst þetta spennandi og hann gat ekki sagt nei

Stóra kókaínmálið: Páli timbursala fannst þetta spennandi og hann gat ekki sagt nei
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hnakkrífast út af músagangi í lúxustjaldgistingu við Þrastarlund – Hyggst kæra Sverri Einar og Vilte

Hnakkrífast út af músagangi í lúxustjaldgistingu við Þrastarlund – Hyggst kæra Sverri Einar og Vilte
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Martröð fyrir utan Hagkaup í Skeifunni – Vignir og Kristófer frelsissviptu og rændu par

Martröð fyrir utan Hagkaup í Skeifunni – Vignir og Kristófer frelsissviptu og rændu par