fbpx
Mánudagur 11.desember 2023
Fréttir

Efast um að Drífa segi allan sannleikann – „Er sem hún viti hvorki í þenn­an heim né ann­an“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 27. september 2023 10:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kristinn Jens Sigurþórsson, síðasti sóknarpresturinn sem sat Saurbæ á Hvalfjarðarströnd, birtir grein um biskupsmálið í Morgunblaðinu í dag. Mikla athygli vakti í sumar er í ljós kom að Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, situr núna í embætti í krafti ráðningarsamnings sem undirmaður hennar, framkvæmdastjóri biskupsstofu, gerði við hana eftir að skipunartími hennar í embætti var runninn út.

Í grein sinni fer Kristinn yfir hlut forseta Kirkjuþings, Drífu Hjartardóttur, í málinu. Drífa er fyrrverandi þingmaður og veltir Jens því fyrir sér hvort reynsla hennar af stjórnmálum hafi ekki komið að neinu gagni í málinu. Hann skrifar:

„Grein­ar­höf­und­ur hef­ur af illri nauðsyn fylgst með stjórn­sýslu þjóðkirkj­unn­ar und­an­far­in ár. Má ljóst vera að til­gang­ur­inn er þar alloft lát­inn helga meðalið. Um­fjöll­un­in í sum­ar um kirkj­una hef­ur því ekki komið á óvart. Birt­ist fyrsta frétt­in á forsíðu Morg­un­blaðsins hinn 25. júlí und­ir fyr­ir­sögn­inni: „Bisk­up ráðinn af und­ir­manni sín­um – for­seti kirkjuþings hafði ekki hug­mynd um samn­ing­inn“. Í frétt­inni er eft­ir­far­andi haft eft­ir Drífu Hjart­ar­dótt­ur for­seta kirkjuþings: „Ég frétti af til­vist þessa samn­ings í síðustu viku. Ég hafði ekki hug­mynd um hann áður.“ Hún bæt­ir síðan við: „Við vor­um aldrei lát­in vita af þessu, hvorki for­sæt­is­nefnd kirkjuþings né kirkjuþingið sjálft.“

Drífa ber það sama á borð í sam­töl­um við RÚV og seg­ir ráðning­ar­samn­ing­inn al­ger­lega hafa komið sér í opna skjöldu. Má greina að Drífa er ráðvillt en hún seg­ist hafa farið „þrjá­tíu hringi til að vita hvað væri hægt að gera“. Gengst hún við mis­tök­um og viður­kenn­ir að skip­un­ar­tími Agnes­ar sem bisk­ups Íslands hafi runnið út um mitt ár 2022; vand­inn hafi bara verið „hvað gera átti eft­ir það“.

Ráðal­eysi Drífu vek­ur at­hygli og þá ekki síst vegna þess að reynsla henn­ar á sviði stjórn­mál­anna virðist ekki koma henni að nein­um not­um. Er sem hún viti hvorki í þenn­an heim né ann­an. Væri ein­hver bú­inn að segja sig frá trúnaðar­starfi af minna til­efni. Hvers vegna fór Drífa í svona marga hringi „til að vita hvað væri hægt að gera“? Blasti verk­efnið ekki við? Var ekki ein­fald­ast að fara að lög­um og regl­um? Ráðfærði hún sig ekki við lög­fræðinga? Drífa seg­ist „iðulega hafa verið að ræða tíma bisk­ups, hvenær hann væri út­runn­inn“ og í því ljósi er tóm­læti henn­ar eft­ir­tekt­ar­vert.“

Kristinn bendir á að Drífa hafi ekki alltaf haldið að sér höndum í málinu því í lok júní 2022 hafi hún sent Agnesi biskupi bréf og tilkynnt að ráðning hennar yrði framlengd um eitt ár, til 30. júní 2023. Jafnframt yrði lagt fram þingmál á kirkjuþingi til að ákvarða biskupsþjónustu frá og með 1. júlí 2023. Það hafi þó ekki verið gert.

Sneitt hjá lykilatriði í lögfræðiáliti

Einnig vekur Kristinn athygli á því að í lögfræðiálitum sem óskað var eftir um hæfi biskups var aldrei óskað eftir áliti um hæfi hennar í tengslum við að hún hafi ekki verið kjörin samkvæmt reglum:

„Drífa út­skýr­ir aðgerðal­eysi sitt með því að lagt hafi verið fram lög­fræðiálit frá lög­manni Agnes­ar þar sem kveðið var á um að kjör­tíma­bil henn­ar hefði end­ur­nýj­ast 1. júlí 2022 „og skuli telja til næstu sex ára líkt og starfs­regl­urn­ar gefa til kynna“. Væri feng­ur að því ef þetta lög­fræðiálit kæmi fram, sem for­sæt­is­nefnd kirkjuþings virðist hafa kyngt at­huga­semda­laust. Drífa er þó lík­leg­ast að vísa til „um­sagn­ar“ Agnes­ar, dag­sett 20. fe­brú­ar 2023, þar sem for­seta kirkjuþings var gerð grein fyr­ir stöðu Agnes­ar með væg­ast sagt ófull­komn­um hætti.

Sé sú raun­in er at­hygl­is­vert að sjá að tæpri viku áður, hinn 14. fe­brú­ar 2023, leitaði lög­fræðing­ur kirkjuþings, Guðmund­ur Þór Guðmunds­son, til Trausta Fann­ars Vals­son­ar dós­ents og fékk hann til að meta hæfi Agnes­ar í til­teknu starfs­manna­máli. Lög­fræðiálit Trausta Fann­ars, dag­sett 27. fe­brú­ar 2023, er áhuga­vert fyr­ir það að í inn­gangi bend­ir hann á að fyr­ir liggi í mál­inu at­huga­semd­ir um að bisk­up Íslands skorti al­mennt hæfi til að gegna embætti, þar sem Agnes hafi ekki verið kjör­in til þess í sam­ræmi við regl­ur. Síðan seg­ir í álit­inu: „Kirkjuþing hef­ur ekki óskað álits frá und­ir­rituðum um það álita­mál og er því ekki að því vikið í sam­an­tekt­inni.“ Er hér um at­hygl­is­verðan vitn­is­b­urð að ræða því á sama tíma og for­seti kirkjuþings var „iðulega að ræða tíma bisk­ups, hvenær hann væri út­runn­inn og hvort það þyrfti að efna til kosn­inga eða ekki“, er kirfi­lega sneitt hjá því að fá lög­fræðiálit um þann þátt máls­ins sem þó öllu skipt­ir. Vek­ur það grun­semd­ir en er þó með lík­ind­um.“

Kristinn segir að Drífa hafi jafnan reynt að hjálpa Agnesi til að sitja áfram í embætti. Hún hafi í því skyni gert samning við hana um áframhaldandi skipun til eins árs þó að hún vissi að sá samningur væri á gráu svæði. „Virðist sem Drífa liggi í raun ekki á liði sínu við Agnesi og víli jafn­vel ekki fyr­ir sér að feta gráa um­deil­an­lega stigu í því skyni,“ segir Kristinn og hefur efasemdir um að Drífa hafi sagt allan sannleikann í biskupsmálinu.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Starfskonur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu pöntuðu strippara í fræðsluferð um hatursglæpi

Starfskonur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu pöntuðu strippara í fræðsluferð um hatursglæpi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dómur ómerktur vegna trassaskapar héraðsdóms

Dómur ómerktur vegna trassaskapar héraðsdóms
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sævar birtir dásamlega mynd: Sést aftur á morgun en svo ekki fyrr en 2025

Sævar birtir dásamlega mynd: Sést aftur á morgun en svo ekki fyrr en 2025
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ofbeldisatvik í Sporthúsinu dregur dilk á eftir sér – Eigandi Superform fær dæmdar milljónir

Ofbeldisatvik í Sporthúsinu dregur dilk á eftir sér – Eigandi Superform fær dæmdar milljónir
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Pisa-martröðin: Segja að samræmd próf séu svarið

Pisa-martröðin: Segja að samræmd próf séu svarið
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hristi kynfæri sín fyrir framan konu

Hristi kynfæri sín fyrir framan konu