Breska varnarmálaráðuneytið segir að þessi aðgerð snúist um að „koma jafnvægi á innanlandsmarkaðinn“. Margir rússneskir neytendur hafi mjög líklega upplifað skort á bensíni og dísil á síðustu vikum.
Eldsneytisskorturinn er ólíklega bein afleiðing af stríðinu í Úkraínu að mati varnarmálaráðuneytisins, heldur sé um að ræða tímabundna aukning í notkun í landbúnaðinum, viðhaldsvinnu við olíuhreinsistöðvar og hátt útflutningsverð. Allt valdi þetta skorti á eldsneytiinnanlands.