Pólland er þar með síðasta ESB-ríkið, sem á landamæri að Rússlandi, sem bannar ökutæki með rússnesk skráningarnúmer. Áður höfðu Litháen, Lettland og Eistland gert hið sama auk Finnlands.
Pólland á landamæri að Kaliningrad, sem er rússneskt yfirráðasvæði við Eystrasalt og á landamæri að Póllandi og Litháen.
Bannið tók gildi á miðnætti á sunnudaginn og bætist við bann við umferð rússneskra flutningabíla til Póllands.
Engar undanþágur verða gefnar frá banninu og það skiptir engu máli hverrar þjóðar ökumaður og farþegar hvers ökutækis eru.