fbpx
Laugardagur 30.september 2023
Fréttir

PLAIO ræður þrjá starfsmenn

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 19. september 2023 11:02

Viktoría, helena og Tanja Mynd: Aðsend

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hugbúnaðarfyrirtækið PLAIO hefur ráðið til sín þrjá nýja starfsmenn í hóp hugbúnaðarþróunar og árangursdrifinna viðskiptatengsla. Markmiðið með ráðningunum er að styrkja enn frekar við vöxt félagsins í Evrópu og Bandaríkjunum, eins og segir í tilkynningu.

Viktoría Lind Gunnarsdóttir mun starfa sem „Customer Success Consultant“. Hún mun sjá um innleiðingu á PLAIO kerfinu, ráðgjöf til viðskiptavina og tryggja árangur þeirra með PLAIO. Viktoría starfaði áður sem sérfræðingur á sviði viðskiptalausna hjá Deloitte. Hún er með B.Sc. gráðu í rekstrarverkfræði frá Háskólanum í Reykjavík og stundar meistaranám meðfram vinnu í iðnaðarverkfræði við Háskóla Íslands.

Tanya Brá Brynjarsdóttir er bakendaforritari og mun vinna sem slíkur innan veggja PLAIO. Hún er með B.Sc. gráðu í hugbúnaðarverkfræði frá Háskólanum í Reykjavík og er að leggja lokahönd á M.Sc. gráðu í hugbúnaðarverkfræði frá Chalmers-háskóla í Svíþjóð síðar á þessu ári.

Helena Sveinborg Jónsdóttir er forritari og sérfræðingur í gervigreind, hún mun vinna að innleiðingu OpenAI í PLAIO Coplanner sem og útvíkkun á öðrum algrímum. Hún hefur lokið tveimur B.Sc. gráðum frá Háskólanum í Reykjavík, tölvunarfræði og vélaverkfræði,  og stundar nú nám í tölvunarfræði hjá Columbia-háskólanum í New York, með áherslu á gervigreind.

“Við erum spennt að taka á móti nýja starfsfólkinu okkar en það mun styrkja PLAIO mikið að fá til starfa þrjár öflugar konur sem munu drífa okkur áfram í tækni sem og í viðskiptatengslum. Sérþekking þeirra þriggja og reynsla mun nýtast vel í þeim verkefnum og ævintýrum sem framundan eru hjá PLAIO,” segir Manuela Magnúsdóttir, þróunarstjóri PLAIO.

PLAIO þróar hugbúnað fyrir framleiðslustýringu og áætlanagerð lyfjafyrirtækja, sem stuðlar að hagræðingu í rekstri og bættri nýtingu aðfanga. Hugbúnaðurinn býður upp á  notendavæna framsetningu gagna og upplýsinga, gefur aukna yfirsýn í samanburði við eldri kerfi, og nýtir meðal annars gervigreind til að bæta ákvarðanatöku.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Stóra Garðskagavitamálið – Kaupandi skútunnar Cocette í áframhaldandi gæsluvarðhald og ber við minnisleysi

Stóra Garðskagavitamálið – Kaupandi skútunnar Cocette í áframhaldandi gæsluvarðhald og ber við minnisleysi
Fréttir
Í gær

Donald og Melania Trump endurgerðu kaupmála með leynd 

Donald og Melania Trump endurgerðu kaupmála með leynd 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Alexander Máni játar að hafa stungið tvo af þremur – „Ég var hrædd­ur við að deyja“

Alexander Máni játar að hafa stungið tvo af þremur – „Ég var hrædd­ur við að deyja“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Eitt frægasta tré Bretlands fellt í skjóli nætur – „Hér voru fagmenn á ferð“

Eitt frægasta tré Bretlands fellt í skjóli nætur – „Hér voru fagmenn á ferð“