fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Fréttir

Segir stefnuleysi og getuleysi stjórnvalda algert – „Ríkisstjórnin reynir að fela getuleysi sitt með því að rífast um hvalveiðar“ 

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 30. ágúst 2023 07:00

Grímur Atlason Mynd: Geðhjálp

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Hættið að rífast um fánýta hluti og hugsið stórt og framkvæmið hratt!“ 

segir Grímur Atlason framkvæmdastjóri Geðhjálpar, sem gagnrýnir stjórnvöld fyrir stefnuleysi og getuleysi í húsnæðismálum þegar landsmönnum og ferðamönnum fjölgar stöðugt.

„Stjórnmál dagsins í dag virðast snúast fyrst og fremst um það að verja fjármagnseigendur. Hvar eru stóru hugmyndirnar?“ spyr Grímur. 

Grímur bendir á að afleiðingar stefnuleysis stjórnvalda í bland við einsleitar aðgerðir Seðlabankans eru þær að verktakar halda að sér höndum vegna vaxtastigs, húsaleigan er í sögulegum toppi vegna skorts á íbúðum og fjárfesting í húsnæði er nær ómöguleg. 

„Fátækt fólk er þannig að greiða 300-500 þúsund fyrir 2-4 herbergja íbúðir en fær nei í greiðslumati þar sem greiðslubyrði er áætluð 220 þúsund. Lausnirnar, sem skuldugum heimilum er bent á að nýta sér, eru að lengja í lánum svo greiðslubyrðin haldist óbreytt eða hækki lítið en lánin hækka að sama skapi verulega. Það er hætta á að eignir fólks hverfi í þessu ástandi. Fjármagnseigendurnir skála hins vegar í botn enda staðan þeim í hag. Og við skulum síðan bara alls ekki tala um íslensku krónuna – bara alls ekki!“

Asparfell og Æsufell Breiðholti árið 1973.
Mynd: Valdís Óskarsdóttir, Ljósmyndasafn Reykjavíkur

Kominn tími á Breiðholtsverkefni 21. aldarinnar

Hann segir ekkert banna það að samfélagið niðugreiði alvöru uppbyggingu húsnæðis fyrir fátækt fólk og jaðarsetta hópa. „Það er löngu kominn tími á Breiðholtsverkefni 21. aldarinnar á þeim skala sem bætir lífskjör. Það á ekki að vera lögmál að það eina sem er niðurgreitt af skattborgurum landsins sé kjördæmapot ráðherra sem gagnast fáum og snýst aldrei um hag heildarinnar. Slíkir gjörningar eru svo margir að mér myndi ekki endast ævin að taka þau ósköp öll saman.“ 

Grímur bendir á að íbúum á Íslandi hafi fjölgað hratt síðustu ár, eða um 49.409 frá 1. janúar 2017 til loka árs 2022 og megi ætla að íbúar verði orðnir tæplega 403 þúsund í lok árs 2024. 

„Á sama tíma hefur nýjum íbúðum á markaði fjölgað um 16.910. Ef þrír íbúar búa í að meðaltali í hverri íbúð þá gæti þetta sloppið til. Vandinn er hins vegar sá að á sama tíma hefur ferðamönnum á Íslandi fjölgað gríðarlega og er fólksfjölgunin að langmestu leyti drifin áfram af þörfinni fyrir vinnuafl, sem er innflutt, til þess að sinna vextinum í ferðamannaiðnaðinum,“ segir Grímur. 

Ferðamönnum fjölgar stöðugt 

En það eru ekki bara íbúar sem fjölgar hratt, ferðamönnum hefur fjölgað gríðarlega síðustu ár og sérstaklega að lokum heimsfaraldri kórónuveirunnar.

„Árið 2021 komu hingað um 700.000 ferðamenn sem dvöldu í kringum 4,7 nætur að meðaltali á landinu. Árið eftir voru þeir 1,7 milljón og í ár stefnir í að fjöldinn verði 2,4 milljónir. Það gerir 243% vöxt á tveimur árum. Vissulega vorum við í covid og ferðamönnum fækkaði gríðarlega árið 2020 en innviðir landsins voru á þeim tíma heldur ekki tilbúnir fyrir þann mikla vöxt sem fylgdi í kjölfar hrunsins árið 2009. Uppsöfnuð þörf var þannig orðin veruleg strax árið 2019 og í dag er staðan meira en ískyggileg nú þegar allt er stopp,“ segir Grímur sem segir ferðaþjónustuna engan sökudólg. 

„Hún veitir atvinnu, eykur gjaldeyristekjur og auðgar líf okkar í annars oft einsleitri mannflóru landsins. Staðan er hins vegar til marks um algjört stefnuleysi og getuleysi hjá stjórnvöldum sem hafa siglt efnahagsskútunni ítrekað í strand á sl. áratugum. Staðan á húsnæðismarkaðnum er skelfileg. Verðbólgan botnfrosin í 7,5-10% og Seðlabankinn beitir hagfræðihugmyndum sem byggja á þeirri kenningu að þegar kvefpest geysar á Raufarhöfn sé langbesta meðalið að senda alla íbúa landsins í sóttkví. Ríkisstjórnin reynir að fela getuleysi sitt með því að rífast um hvalveiðar eins og þær séu mest aðkallandi úrlausnarefni samtímans. Kjörnir fulltrúar Sjálfstæðisflokknum standa beinlínis í biðröðum til að komast á kassann þar sem þeir hóta stjórnarslitum ef Kristján Loftsson fái ekki að drepa hvali. Þeir hins vegar láta ekki ná í sig þegar spurt er út horfurnar í efnahagsmálum.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Talaði Trump af sér?

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Hinn grunaði morðingi Mangione getur ekki stundað kynlíf en er orðinn kyntákn – „Svooooooo heitur“

Hinn grunaði morðingi Mangione getur ekki stundað kynlíf en er orðinn kyntákn – „Svooooooo heitur“
Fréttir
Í gær

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans
Fréttir
Í gær

Sérfræðingar telja að enn sé tími til að stökkva á Bitcoin-vagninn

Sérfræðingar telja að enn sé tími til að stökkva á Bitcoin-vagninn
Fréttir
Í gær

Drápshundarnir í Langholtshverfi hafa drepið ketti og ráðist á fólk – „Hundarnir endurspegla eigendurna“

Drápshundarnir í Langholtshverfi hafa drepið ketti og ráðist á fólk – „Hundarnir endurspegla eigendurna“
Fréttir
Í gær

Mangione sagður hafa „misst vitið“ eftir sársaukafulla aðgerð

Mangione sagður hafa „misst vitið“ eftir sársaukafulla aðgerð