fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Fréttir

Sakamál hefur tekið sérkennilega stefnu – Robert Green þarf að mæta aftur fyrir héraðsdóm

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 28. ágúst 2023 15:00

Héraðsdómur Reykjavíkur. Mynd: Sigtryggur Ari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breti að nafni Robert Green var í september í fyrra sakfelldur í Héraðdsómi Reykjavíkur fyrir að hafa flutt inn til landsins með flugi frá Manchester rétt tæplega 14.000 töflur sem innihéldu flúbrómazólam, ætlaðar til söludreifingar hér á landi.

Robert, sem er á fimmtugsaldri, játaði brot sín og fékk eins og hálfs árs fangelsisdóm. Málinu var hins vegar áfrýjað til Landsréttar sem gerði sér lítið fyrir, í júní síðastliðnum, og ómerkti dóminn. Vísaði Landsréttur málinu aftur í hérað.

Ástæðan var sú að héraðsdómur hafði á grundvelli játningar Bretans tekið málið til meðferðar án frekari sönnunarfærslu og sakfellt hann. Játning Roberts var hins vegar ekki skilyrðislaus, þar sem hann taldi að efnið væri ekki fíkniefni, að sögn, auk þess sem hann taldi sig hafa meðferðis lyfið diazepam en ekki flúbrómazólam. Flúbrómazólam er skylt benodiazepine og er það gefið gegn þunglyndi, kvíða og svefnleysi.

Í dómi Landsréttar í málinu segir:

„Þrátt fyrir að í þingbók málsins og hinum áfrýjaða dómi segi að ákærði hafi við þingfestingu málsins viðurkennt skýlaust að hafa gerst sekur um þá háttsemi sem
honum var gefin að sök í ákæru verður ekki litið fram hjá því sem að framan greinir um að ákærði hafi viljað við þingfestinguna koma því á framfæri við dóminn að hann hefði ekki vitað að um fíkniefni væri að ræða, heldur talið að hann væri að flytja inn lyfseðilsskyld lyf. Er það jafnframt í samræmi við framburð hans hjá tollvörðum og hjá lögreglu auk þess sem önnur sakargögn styðja þann framburð. Samkvæmt þessu voru ekki efni til að líta svo á að ákærði hefði með skýlausum hætti játað þá háttsemi sem honum er gefin að sök samkvæmt ákæru, og að sú játning hafi verið studd sakargögnum, þannig að unnt væri að fella dóm á málið eftir ákvæði 1. mgr. 164. gr. laga nr. 88/2008.“

Af þessum ástæðum telur Landsréttur óhjákvæmilegt að vísa málinu aftur í hérað til lögregrar meðferðar. Þarf því héraðsdómur að þessu sinni að taka afstöðu til þeirra staðhæfingar Roberts að hann hafi ekki talið sig vera að flytja inn í landið ólögleg fíkniefni.

Fyrirtaka verður í málinu við Héraðsdóm Reykjavíkur þann 5. september næstkomandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Grindvíkingar hentu 327 tonnum meira af sorpi í sumar en í fyrra

Grindvíkingar hentu 327 tonnum meira af sorpi í sumar en í fyrra
Fréttir
Í gær

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“
Fréttir
Í gær

Tók meira en tvö ár að fá svör frá Reykjavíkurborg

Tók meira en tvö ár að fá svör frá Reykjavíkurborg