fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Fréttir

Kona fyrir dóm vegna hryllilegrar árásar með skærum fyrir þremur árum

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 27. ágúst 2023 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 15. september næstkomandi verður aðalmeðferð við Héraðsdóm Vesturlands, í Borgarnesi, í máli sem héraðssaksóknari hefur höfðað á hendur konu á sextugsaldri fyrir líkamsárás á sextugan mann haustið 2020.

Árásin átti sér stað á heimili konunnar og er hún sökuð um að hafa veist að manninum með ítrekuðum hnefahöggum í andlit og líkama, stungið hann ítrekað í líkamann með skærum og einu sinni í andlitið. Þegar maðurinn flúði af heimillinu er konan sögð hafa elt hann og gert tilraun til að stinga hann utandyra með skærunum.

Maðurinn hlaut af þessu mörg sár víðsvegar um líkamann, auk mars.

Þess er krafist að konan verði dæmd til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Hún telst hafa gerst brotleg við 2. málsgrein 218. greinar almennra hegningarlaga sem gæti varðað allt að 16 ára fangelsi.

Þess má geta að ákæran í málinu birtist í Lögbirtingablaðinu í maímánuði síðastliðnum þar sem ekki hafði tekist að birta konunni ákæruna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans
Fréttir
Í gær

Óprúttnir netglæpamenn herja á ferðaþjónustufyrirtæki – „Þeir kaupa þjónustu með fölskum kortanúmerum“

Óprúttnir netglæpamenn herja á ferðaþjónustufyrirtæki – „Þeir kaupa þjónustu með fölskum kortanúmerum“
Fréttir
Í gær

Gamla góða Cocoa Puffs aftur á leið í verslanir

Gamla góða Cocoa Puffs aftur á leið í verslanir
Fréttir
Í gær

Vodafone byrjar að rukka mánaðargjöld fyrir netföng

Vodafone byrjar að rukka mánaðargjöld fyrir netföng
Fréttir
Í gær

Drápshundarnir í Langholtshverfi hafa drepið ketti og ráðist á fólk – „Hundarnir endurspegla eigendurna“

Drápshundarnir í Langholtshverfi hafa drepið ketti og ráðist á fólk – „Hundarnir endurspegla eigendurna“
Fréttir
Í gær

Ilræmdur rússneskur pyntingastjóri drepinn með bílsprengju

Ilræmdur rússneskur pyntingastjóri drepinn með bílsprengju
Fréttir
Í gær

Uppnám í Langholtshverfi vegna drápshunda – „Þessir hundar voru að drepa kött kærastans míns! Hringdu á lögguna strax“

Uppnám í Langholtshverfi vegna drápshunda – „Þessir hundar voru að drepa kött kærastans míns! Hringdu á lögguna strax“