fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Fréttir

Ákærður fyrir nauðgun og hrottafulla líkamsárás

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 27. ágúst 2023 19:00

Héraðsdómur Reykjavíkur. Mynd: Sigtryggur Ari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á þriðjudaginn verður fyrirtaka í Héraðsdómi Reykjavíkur í máli sem héraðssaksóknari hefur höfðað á hendur manni fyrir nauðgun og líkamsárás sem átti sér stað fyrir meira en fjórum árum.

Ofbeldi átti sér stað á heimili konunnar og öðrum ótilgreindum stað en í persónuverndaðri ákæru er atvikum lýst svo:

„fyrir nauðgun og líkamsárás, með því hafa aðfaranótt laugardagsins 29. júní 2019 að […], í Reykjavík, með ofbeldi og ólögmætri nauðung haft önnur kynferðismök en samræði við […], A, kennitala […], án hennar samþykkis, en ákærði skipaði henni að girða niður um sig, glennti fætur hennar í sundur, þuklaði á kynfærum hennar og stakk fingrum í leggöng hennar og síðar á þáverandi heimili A að […], í Reykjavík, slegið A margsinnis í andlit og líkama, tekið hana hálstaki, haldið fyrir munn hennar og nef og hrint henni í gólfið allt með þeim afleiðingum að hún hlaut mar á efri vör, línulaga lóðréttar húðblæðingar framan á hálsi, mar á vinstra herðablaði, eymsli á hægri efri upphandlegg, smá mar á vinstri efri upphandlegg og eymsli á hægri fót.“

Héraðssaksóknari krefst þess að maðurinn verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Fyrir hönd konunnar er krafist 3,5 milljóna króna í miskabætur.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Tók meira en tvö ár að fá svör frá Reykjavíkurborg

Tók meira en tvö ár að fá svör frá Reykjavíkurborg
Fréttir
Í gær

Leita að einstaklingi í Tálknafirði sem hefur ekki náðst í um tíma

Leita að einstaklingi í Tálknafirði sem hefur ekki náðst í um tíma
Fréttir
Í gær

Læknar vara við því að vinsælar olíur geti verið að valda mikilli aukningu krabbameins í ungu fólki

Læknar vara við því að vinsælar olíur geti verið að valda mikilli aukningu krabbameins í ungu fólki
Fréttir
Í gær

Talaði Trump af sér?

Talaði Trump af sér?
Fréttir
Í gær

Pólski forsætisráðherrann segir að friðarviðræður hefjist hugsanlega í vetur

Pólski forsætisráðherrann segir að friðarviðræður hefjist hugsanlega í vetur