fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fréttir

Fall á prófi möguleg ástæða fyrir árásinni á Ingunni Björnsdóttur

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 26. ágúst 2023 17:39

Ingunn á sjúkrabeði skömmu eftir árásina.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég hef rætt málið við saksóknara sem tjáir mér að ein af kenningunum sem lögreglan vinnur út frá sé að þetta snerti það að maðurinn féll á prófi,“ segir Hele Salomon, réttargæslumaður Ingunnar Björnsdóttur, dósents í lyfjafræði við Oslóarháskóla, sem varð fyrir stórhættulegri hnífstunguárás þann 24. ágúst.

Ingunn segist ekki geta tjáð sig um málið vegna orkuleysis eftir árásina en vísar á Hege, réttargæslumann sinn, „hún veit hvað hún má segja fyrir mína hönd.“

Er DV ræddi við Hege vildi hún þó ekki láta mikið hafa eftir sér um málið. Varðandi ástand Ingunnar þá staðfesti Hege að hún væri úr lífshættu en meira væri ekki hægt að gefa upp um heilsu hennar í bili. „Ég vil ekki segja að hún hafi verið heppin en þetta hefði getað farið svo miklu verr,“ segir Hege og á við að áverkar Ingunnar væru einskonar lán í óláni.

Hege segir að Ingunn vilji gjarnan koma á framfæri þökkum til samkennara síns sem varð einnig fyrir árás mannsins, sem og kollega á vettvangi, en fólkið brást rétt við aðstæðum og hjálpaði henni eftir megni. Staðfest er að bæði Ingunn og kollegi hennar sem varð fyrir árás mannsins þekktu vel til hans og voru bæði kennarar hans.

Bæði Ingunn og samkennari hennar hlutu stungusár í árásinni en tveir hnífar fundust á vettvangi. Árásarmaðurinn var yfirbugaður af fólki á vettvangi og þar fundust tveir hnífar. Árásarmaðurinn er sagður neita sök.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Grindvíkingar hentu 327 tonnum meira af sorpi í sumar en í fyrra

Grindvíkingar hentu 327 tonnum meira af sorpi í sumar en í fyrra
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Ari Hermóður sakfelldur fyrir fjárdrátt

Ari Hermóður sakfelldur fyrir fjárdrátt
Fréttir
Í gær

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks
Fréttir
Í gær

Lögreglan á Vestfjörðum lýsir eftir Áslaugu

Lögreglan á Vestfjörðum lýsir eftir Áslaugu