fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Fréttir

Leikur innbrotsþjófs með kveikjara á Suðurnesjum hafði örlagaríkar afleiðingar – Nú þarf kunnáttumann til að meta framhaldið

Ritstjórn DV
Föstudaginn 25. ágúst 2023 15:36

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglunni á Suðurnesjum barst þann 11. febrúar tilkynning um eld í sumarhúsi. Þegar slökkvilið kom að húsinu var það þegar brunnið og engan eld að sjá í rústunum. Karlmaður hefur verið ákærður vegna málsins en við rannsókn lögreglu viðurkenndi hann að hafa ásamt öðrum manni brotist inn í húsið og þar hafi hann leikið sér með kveikjara og það svo farið úr böndunum með þeim afleiðingum að það kviknaði í húsinu. Húsið brann til grunna og voru útgreiddar tjónabætur til eiganda um 15,6 milljónir króna.

Héraðssaksóknari fór fram á að dómkvaddur yrði matsmaður til að meta hvort að háttsemi mannsins hafi falið í sér almannahættu og hvort að íkveikjan hafi haft í för með sér augljósa hættu á yfirgripsmikilli eyðingu á eignum annarra manna.

Maðurinn mótmælti kröfunni á þeim grundvelli að krafa héraðssaksóknara væri óskýr og matið væri tilgangslaust. Í raun fæli beiðnin í sér lögspurningu og bæri því að hafna henni.

Héraðsdómur Reykjaness sagði að beiðni héraðssaksóknara væri heimil samkvæmt lögum, krafan væri skýr um hvað bæri að meta og hvað væri leitast við að sanna. Varðandi hvort matið væri tilgangslaus sagðist dómari þurfa að líta til þess hvort gögn gætu leitt í ljós sakleysi. Héraðssaksóknari þyrfti þetta mat til að taka ákvörðun um framhald málsins sem og til að meta hvers konar brot hafi verið um að ræða. Brot sem hafi falið í sér eignaspjöll eða hvort brotið hafi falið í sér almannahættu, en um er að ræða tvö ólík ákvæði hegningarlaga. Því væri þörf á kunnáttumanni til að meta málið og skera úr um hvers lags bruni hafi átt sér tað. Því væri matið ekki bersýnilega tilgangslaus og fær að fara fram.

Landsréttur hefur nú staðfest þessa niðurstöðu með vísan til forsendna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Tók meira en tvö ár að fá svör frá Reykjavíkurborg

Tók meira en tvö ár að fá svör frá Reykjavíkurborg
Fréttir
Í gær

Leita að einstaklingi í Tálknafirði sem hefur ekki náðst í um tíma

Leita að einstaklingi í Tálknafirði sem hefur ekki náðst í um tíma
Fréttir
Í gær

Læknar vara við því að vinsælar olíur geti verið að valda mikilli aukningu krabbameins í ungu fólki

Læknar vara við því að vinsælar olíur geti verið að valda mikilli aukningu krabbameins í ungu fólki
Fréttir
Í gær

Talaði Trump af sér?

Talaði Trump af sér?
Fréttir
Í gær

Pólski forsætisráðherrann segir að friðarviðræður hefjist hugsanlega í vetur

Pólski forsætisráðherrann segir að friðarviðræður hefjist hugsanlega í vetur