fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Fréttir

Orðrómur um að Prigozhin hafi sviðsett dauða sinn enda áður verið talinn af – Wagnerliðar hóta hefndum á samfélagsmiðlum

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 24. ágúst 2023 07:19

Prigozhin og slysstaðurinn þar sem flugvél hans hrapaði til jarðar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Talið er að stríðsherrann Yevgeny Prigozhin, stofnandi Wagner-málaliðahersveitarinnar, hafi látið lífið þegar lítil flugvél var skotin niður í grennd við Moskvu í gær. Tíðindin hafa vakið heimsathygli enda hefur Prigozhin verið í aðalhlutverki ótrúlegri valdabaráttu rússnesku elítunnar undanfarin misseri.

Eins einkennilega og það kann að hljóma kemur hið meinta dauðsfall fáum á óvart enda sveik Prigozhin Vladimir Pútín, Rússlandsforseta, eftirminnilega í sumar þegar hann tilkynnti um uppreisn herdeildarinnar en markmiðið var að hefna sín á yfirmönnunum rússneska hersins. Helstu óvinir Pútíns í Rússlandi kemba yfirleitt ekki hærurnar og þrátt fyrir að Prigozhin hafi upphaflega verið heitið griðum þá bjuggust flestir við því að hann yrði tekinn úr umferð fyrr en seinna.

Þannig tjáði Joe Biden Bandaríkjaforseti sig um málið og sagði í stuttu máli að fregnirnar af flugslysinu kæmu sér ekki á óvart.

Ýmsar sögusagnir á kreiki

Talið er að tíu einstaklingar hafi verið um borð í vélinni, sjö einstaklingar og þrír áhafnarmeðlimir. Þar á meðal náinn samstarfsmaður Prigozhin innan Wagnerherdeildarinnar, Dmitry Utkin, þekktum hrotta sem dáði meðal annars Adolf Hitler.

Dmitry Utkin er sagður hafa farist með samstarfsmanni sínum

Það er þó morgunljóst að enn eiga mörg kurl eftir að koma til grafar í málinu. Í umfjöllun erlendra miðla hefur verið bent á að Prigozhin hafi gert ýmsar varúðarráðstafanir til að auka öryggi sitt, til dæmis þær að fjölmargir einstaklingar hafa breytt nafni sínu í Yevgeny Prigozhin. Það að nafnið þekkta hafi verið á farþegalista vélarinnar sé því ekki staðfesting á því að hinn eini og sanni hafi verið um borð.

Þá er uppi þær kenningar að Prigozhin hafi hreinlega sviðsett dauða sinn. Önnur flugvél með tengsl við Wagner-hópinn var á flugi skammt frá þegar hinni flugvélinni var grandað. Það væri ekki í fyrsta sinn sem Prigozhin yrði heimtur úr helju. Samkvæmt Daily Mail var hann um tíma talinn af eftir átök Wagnerhópsins í Afríku árið 2019 en skaut síðar upp kollinum, sprelllifandi, í aðdraganda innrásarinnar í Úkraínu.

Enn er deilt um hvað hafi grandað flugvélinni. Líklegast er talið að hún hafi verið skotin niður af rússneskum loftvörnum en þá eru einnig hávær orðrómur um að vínkassa um borð hafi verið dulbúin sprengja sem hafi grandað vélinni.

Wagnerliðar hóta hefndum

Fregnirnar af flugslysinu hafa vakið mikla reiði meðal þeirra sem tengjast Wagner-hópnum. Fjölmargir gerðu sér ferð að höfuðstöðvum Wagner-hópsins í St. Pétursborg, heimaborg Prigozhin, og lögðu blóm og kerti að byggingunni. Þá loga Telegram-rásir sem tengjast Wagnerhópnum og þar eru uppi hávær köll um hefndaraðgerðir og hreinlega aðra uppreisn gagnvart rússneskum yfirvöldum.

Ekkert hefur heyrst frá yfirvöldum í Kreml eftir tíðindin í gær en erlendir miðlar greina frá því að Vladimir Pútín hafi skellt sér á tónaleika í gær.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Talaði Trump af sér?

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Hinn grunaði morðingi Mangione getur ekki stundað kynlíf en er orðinn kyntákn – „Svooooooo heitur“

Hinn grunaði morðingi Mangione getur ekki stundað kynlíf en er orðinn kyntákn – „Svooooooo heitur“
Fréttir
Í gær

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans
Fréttir
Í gær

Sérfræðingar telja að enn sé tími til að stökkva á Bitcoin-vagninn

Sérfræðingar telja að enn sé tími til að stökkva á Bitcoin-vagninn
Fréttir
Í gær

Drápshundarnir í Langholtshverfi hafa drepið ketti og ráðist á fólk – „Hundarnir endurspegla eigendurna“

Drápshundarnir í Langholtshverfi hafa drepið ketti og ráðist á fólk – „Hundarnir endurspegla eigendurna“
Fréttir
Í gær

Mangione sagður hafa „misst vitið“ eftir sársaukafulla aðgerð

Mangione sagður hafa „misst vitið“ eftir sársaukafulla aðgerð