fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Fréttir

Indverjar freista þess að skrá sig í sögubækurnar í dag – Reyna að lenda geimfari á suðurpól tunglsins

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 23. ágúst 2023 08:45

Ein af nýjustu myndunum sem borist hafa frá farinu

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Indverjar vonast til þess að skrá sig á spjöld sögunnar í dag með því að vera fyrsta þjóðin sem lendir geimfari á suðurpól tunglsins. Ráðgert er að lendingarfar frá geimfarinu Chandrayaan-3 lendi á hnettinum í dag en ef það tekst verða Indverjar aðeins fjóra landið sem tekst að lenda geimfari á tunglinu en áður hafa Bandaríkin, Kína og Rússland afrekað það.

Chandrayaan-3 flauginni var skotið á loft þann 14. júlí síðastliðinn og því hefur ferðin tekið tæpar sex vikur. Til samanburðar skutu Rússar flauginni Luna-25 á loft þann 10. ágúst en tíu dögum síðar brotlenti geimfarið á tunglinu eins og frægt varð.

Kapp er því mögulega best með forsjá þegar kemur að geimferðalögum en tilgangur Chandrayaan-3 var meðal annars að sinna rannsóknum á sporbaug um tunglið áður en haldið væri til lendingar.

Markmið geimferðar Indverja er að leita að og rannsaka ís á tunglinu sem möguleiki er talinn á að leynist í djúpum gígum á suðurpólnum. Sé slíkur ís til staðar er hann talinn vera lykillinn að því að mannkynið geti haslað sér völl á tunglinu í framtíðinni.

Indverjar hafa þó upplifað sinn skerf af vonbrigðum þegar kemur að tunglferðalögum en árið 2019 freistuðu þeir þess að lenda lendingarfari geimflaugarinnar Chandrayaan-2 á tunglinu. Sú lending misheppnaðist þó og lendingarfarið brotlenti.

Ljóst er því að Indverjar, og heimsbyggðin öll, mun fylgjast spennt með framgangi verkefnisins í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands
Fréttir
Í gær

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans
Fréttir
Í gær

Var með mikið magn af OxyContin innvortis

Var með mikið magn af OxyContin innvortis
Fréttir
Í gær

Efling boðar til aðgerða gegn 100 veitingastöðum

Efling boðar til aðgerða gegn 100 veitingastöðum
Fréttir
Í gær

Vodafone byrjar að rukka mánaðargjöld fyrir netföng

Vodafone byrjar að rukka mánaðargjöld fyrir netföng
Fréttir
Í gær

Drápshundarnir í Langholtshverfi hafa drepið ketti og ráðist á fólk – „Hundarnir endurspegla eigendurna“

Drápshundarnir í Langholtshverfi hafa drepið ketti og ráðist á fólk – „Hundarnir endurspegla eigendurna“