fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fréttir

Níðingsverk gegn öryrkja – „Bíllinn er gjörónýtur“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 22. ágúst 2023 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Öryrki sem býr á Rauðarárstíg keypti sér bíl síðastliðinn föstudag en á aðfaranótt sunnudags var bíllinn ónýtur eftir að keyrt hafði verið á hann af miklu afli og ekið af vettvangi.

„Bíllinn er gjörónýtur,“ segir Sigurður Héðinn, nágranni mannsins, en hann hefur vakið athygli á málinu á Facebook. Siguður rekur verslunina Haugur Vinnustofa að Rauðarárstíg 1, sem sérhæfir sig í fluguhnýtingum. Bíleigandinn býr við Rauðarárstíginn.

Að sögn Sigurðar hefur atvikið verið kært til lögreglu og er málið í rannsókn. Sigurður hefur ekki upplýsingar um hvort ákeyrslan hafi náðst á eftirlitsmyndavélar eða ekki. Hann skrifar eftirfarandi um málið á Facebook:

„Þannig er mál með vexti að einn nágranni minn á Rauðarstígnum keypti sér bíl síðastliðinn föstudag og hann kom að bílnum sínum svona aðfaranótt sunndags. Málið er hann er öryki og hefur ekki efni á að standa undir þessu tjóni. Þvílík mannvonska og siðblinda þarna á ferð og því bið ég ykkur Fésara vini mína að deila og leggjum allt kappa að finna viðkomandi sem olli þessu tjóni.

Bifreiðin sem viðkomandi var á hlýtur að hafa tjónast verulega.“

Þeir sem gætu haft upplýsingar um málið eru beðnir um að hafa samband við lögreglu eða við Sigurð Héðinn á Facebook-síðu hans.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt