Minning Stefáns Arnars Gunnarsson, kennara og handboltaþjálfara, verður heiðruð með minningartónleikum laugardaginn 16. september á Vitanum á Akureyri.
Arnar fannst látinn í fjöruborðinu við Fitjabraut í Reykjanesbæ 2. apríl, eftir að leitað hafði verið að honum síðan 3. mars.
Á tónleikum koma fram „tveir listamenn sem hann mat hvað mest“ eins og segir í viðburði tónleikanna á Facebook, Stebbi Jak, og Helgi og Hljóðfæraleikararnir. „Þarf vart að taka fram að þetta er goðsagnarkennd uppstilling og því glapræði að taka daginn ekki frá strax.“
Allur ágóði af miðasölu mun renna í stofnun minningarsjóðs sem mun hafa það markmið „að styrkja ungt og metnaðarfullt handknattleiksfólk, nokkuð sem er eins mikið í anda Adda og hægt er.“
Húsið opnar kl. 20 og verður miðasala auglýst síðar.