fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Fréttir

Vilhjálmur prins sætir harðri gagnrýni fyrir ætla ekki að vera viðstaddur úrslitaleik HM

Ritstjórn DV
Föstudaginn 18. ágúst 2023 08:00

Vilhjálmur Bretaprins

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vilhjálmur Bretaprins sætir nú harðri gagnrýni í heimalandinu vegna þeirrar ákvörðunar sinnar að fljúga ekki til Ástralíu og vera viðstaddur úrslitaleik HM þar sem Englendingar mæta Spánverjum í baráttu um titilinn eftirsótta. Ber Vilhjálmur við tímaskorti enda ærið ferðalag að leggja í.

Vilhjálmur, sem er mikill áhugamaður um knattspyrnu, gegnir heiðursembættinu forseti breska knattspyrnusambandsins og telja margir að honum renni blóðið til skyldunnar að vera á hinum sögulega leik en Englendingar hafa aldrei spilað til úrslita á HM kvenna.

Telja gagnrýnendur Bretaprinsins að því væri öðruvísi farið ef enska karlalandsliðið hefði náð að komast í úrslitaleikinn á HM og að þá hefði Vilhjálmur gert allt sem í hans valdi stæði til þess að vera viðstaddur þann leik.

Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands, sætir sömuleiðis gagnrýni en hann hefur einnig ákveðið að halda sig heima fyrir og hvetja bresku ljónynjurnar áfram úr fjarska.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Hinn grunaði morðingi Mangione getur ekki stundað kynlíf en er orðinn kyntákn – „Svooooooo heitur“

Hinn grunaði morðingi Mangione getur ekki stundað kynlíf en er orðinn kyntákn – „Svooooooo heitur“
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum
Talaði Trump af sér?
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Pólski forsætisráðherrann segir að friðarviðræður hefjist hugsanlega í vetur

Pólski forsætisráðherrann segir að friðarviðræður hefjist hugsanlega í vetur
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands
Fréttir
Í gær

Ljúka við stóran áfanga í afhendingu á kerfi fyrir stjórnun flugumferðar í Ungverjalandi og Kosovo

Ljúka við stóran áfanga í afhendingu á kerfi fyrir stjórnun flugumferðar í Ungverjalandi og Kosovo
Fréttir
Í gær

Óprúttnir netglæpamenn herja á ferðaþjónustufyrirtæki – „Þeir kaupa þjónustu með fölskum kortanúmerum“

Óprúttnir netglæpamenn herja á ferðaþjónustufyrirtæki – „Þeir kaupa þjónustu með fölskum kortanúmerum“