fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fréttir

Síbrotamaður sem skreið nakinn um húsgarð og tíndi gras úrskurðaður í gæsluvarðhald

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 17. ágúst 2023 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður sem handtekinn var fyrir nokkrum dögum, þ.e. þann 12. ágúst, grunaður um húsbrot og líkamsárás, hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 8. september.

Maðurinn var handtekinn í kjölfar þess að tilkynning barst til lögreglu um ólæti frá íbúð í miðborg Reykjavíkur. Sjö mál eru til meðferðar gegn manninum frá  því um miðjan marsmánuð. Var gæsluvarðhaldskrafan gerð á grundvelli c-liðar fyrstu málsgreinar 95. greinar laga um meðferð sakamála:

„Sakborningur verður því aðeins úrskurðaður í gæsluvarðhald að fram sé kominn rökstuddur grunur um að hann hafi gerst sekur um háttsemi sem fangelsisrefsing er lögð við, enda hafi hann náð 15 ára aldri. Auk þess verður að vera fyrir hendi eitthvert eftirtalinna skilyrða:“ – Þannig hljóðar fyrsta málsgreinin en c-liðurinn er eftirfarandi:

„að ætla megi að hann muni halda áfram brotum meðan máli hans er ekki lokið eða rökstuddur grunur leiki á að hann hafi rofið í verulegum atriðum skilyrði sem honum hafa verið sett í skilorðsbundnum dómi,“

Í gæsluvarðhaldsúrskurði Héraðsdóms frá 12. ágúst eru rifjuð upp þau brot sem maðurinn er grunaður um og eru núna til rannsóknar. Er það skrautlegur listi sem inniheldur þjófnað, húsbrot, líkamsárás og nekt á almannafæri.

Maðurinn er í fyrsta lagi grunaður um húsbrot, með því að hafa þann 16. mars, í félagi við annan mann, ruðst inn í geymslu í kjallara húss í Reykjavík og stolið þaðan Osprey-bakpoka, kassa af bjór, vínflöskum, Titan-útilegutösku, útileguljósi og verkfærum.

Hann er sakaður um mörg önnur þjófnaðarbrot en hann er einnig grunaður um að hafa valdið hneykslun á almannafæri snemma í júlímánuði:

„Kærði er undir rökstuddum grun um brot gegn lögreglusamþykkt, með því að hafa mánudaginn 10. júlí 2023, utandyra við […] í Reykjavík, valdið hneykslan á almannafæri er hann skreið allsnakinn um garðinn við húsið og var að tína gras.“

Þann 15. ágúst staðfesti Landsréttur gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur og verður maðurinn í gæsluvarðhaldi til 8. september næstkomandi.

Sjá nánar hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Grindvíkingar hentu 327 tonnum meira af sorpi í sumar en í fyrra

Grindvíkingar hentu 327 tonnum meira af sorpi í sumar en í fyrra
Fréttir
Í gær

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“
Fréttir
Í gær

Dómur yfir manni sem varð konu sinni að bana á Akureyri veldur ólgu – „Það er allt siðferðislega rangt við þessa nafnleynd“

Dómur yfir manni sem varð konu sinni að bana á Akureyri veldur ólgu – „Það er allt siðferðislega rangt við þessa nafnleynd“
Fréttir
Í gær

Ætluðu að slaka á í Sky Lagoon en annað kom á daginn – „Vá! Þetta er brjálað“

Ætluðu að slaka á í Sky Lagoon en annað kom á daginn – „Vá! Þetta er brjálað“
Fréttir
Í gær

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks