fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fréttir

Mikil fjölgun gæsluvarðhaldsfanga

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 12. júlí 2023 09:00

Fangelsið á Hólmsheiði

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það sem af er þessu ári hafa 47 manns verið í gæsluvarðhaldi dag hvern að meðaltali. Þetta er mikil aukning ef miðað er við 2017, eða 102,3%.

Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag. Segir blaðið að samkvæmt svörum Fangelsismálastofnunar við fyrirspurn þess hafi hlutfall erlendra ríkisborgara, sem sitja í gæsluvarðhaldi, aukist um tæplega 55% frá 2019. Nú er svo komið að 53,9% af gæsluvarðhaldsföngum eru erlendir ríkisborgarar.

Hvað varðar afplánunarfanga þá eru 30,1% þeirra erlendir ríkisborgarar og er það rúmlega 66% aukning ef miðað er við 2019.

Í heildina eru 177 afplánunarpláss í fangelsum landsins. Það sem af er ári hefur meðaltalsnýting þeirra á degi hverjum verið 142.

Hægt er að lesa nánar um málið í Morgunblaðinu í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Grindvíkingar hentu 327 tonnum meira af sorpi í sumar en í fyrra

Grindvíkingar hentu 327 tonnum meira af sorpi í sumar en í fyrra
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Ari Hermóður sakfelldur fyrir fjárdrátt

Ari Hermóður sakfelldur fyrir fjárdrátt
Fréttir
Í gær

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks
Fréttir
Í gær

Lögreglan á Vestfjörðum lýsir eftir Áslaugu

Lögreglan á Vestfjörðum lýsir eftir Áslaugu