Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag. Segir blaðið að samkvæmt svörum Fangelsismálastofnunar við fyrirspurn þess hafi hlutfall erlendra ríkisborgara, sem sitja í gæsluvarðhaldi, aukist um tæplega 55% frá 2019. Nú er svo komið að 53,9% af gæsluvarðhaldsföngum eru erlendir ríkisborgarar.
Hvað varðar afplánunarfanga þá eru 30,1% þeirra erlendir ríkisborgarar og er það rúmlega 66% aukning ef miðað er við 2019.
Í heildina eru 177 afplánunarpláss í fangelsum landsins. Það sem af er ári hefur meðaltalsnýting þeirra á degi hverjum verið 142.