Yfir 100 eldingar riðu yfir á hálendinu hérlendis í gær. Í svari frá Veðurstofu Íslands kemur fram að kjöraðstæður hafi myndast vegna myndunar á mjög öflugum skúraklakka eða skúraskýjum. Slík ský myndast í í óstöðugu lofti, gjarnan að degi til á sumrin, þegar sól hitar yfirborð landsins en loft er að jafnaði óstöðugt þegar kalt er í háloftunum. Þegar skúraklakkar myndast aukast líkur á eldingum og það sýndi sig svo sannarlega á hálendinu.
Mögulega var um talsvert sjónarspil að ræða en óvíst er hvort að einhver hafi náð myndum af náttúruöflunum í ham. Ef einhver lumar á slíkum myndum væri gaman að fá þær sendar á ritstjorn@dv.is.
Áhugasamir geta lesið hér fróðleik um tilurð eldinga á vef Veðurstofunnar.