Þetta kemur fram í stöðufærslu bandarísku hugveitunnar Institute for the Study of War (ISW). Vísar hugveitan meðal annars til rússneskrar sjónvarpsstöðvar, sem er hliðholl stjórnvöldum, varðandi þessar upplýsingar.
Segir ISW að þessi þjálfun eigi að gera lögreglumennina færa um að verja Pútín og aðra háa herra sem hafa aðsetur í Kreml.
Eins og kunnugt er þá gerði Yevgeny Prigozhin skammvinna uppreisn gegn Pútín þann 23. júní. Þá neyddist Pútín til að kalla hermenn frá Téténíu til Moskvu til að verja borgina, en þó aðallega hann sjálfan því væntanlega er ekkert mikilvægara hér í heimi en hann sjálfur, að minnsta kosti að hans mati.
Það tókst að stöðva för Prigozhin og Wagnerliða hans til Moskvu en málið hefur valdið miklum óróa í Kreml og óttast margir um öryggi sitt.
En ISW segir að það gangi ekki sérstaklega vel hjá innanríkisráðuneytinu og Pútín að fá lögreglumennina til að læra að verða hermenn. Margar lögreglukonur eru sagðar hafa neitað að taka þátt í þessari þjálfun og aðrir lögreglumenn segja að þeir hafi ekki sótt um í lögreglunni til að verða hermenn.