fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Fréttir

Réttarhöld að hefjast yfir ungum Frakka sem situr á Litla-Hrauni

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 6. júlí 2023 10:00

Frá Litla Hrauni. Mynd: Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í dag er þingfest fyrir Héraðsdómi Reykjaness mál sem héraðssaksóknari hefur höfðað á hendur frönskum manni, sem fæddur er árið 1999, fyrir stórfellt fíkniefnabrot. Maðurinn heitir Mourchido Mmadi.

Frakkinn er sakaður um að hafa þann 19. apríl á þessu ári staðið að innflutningi á samtals 1.075,28 g af metamfetamíni með 81% styrkleika. Efnin voru ætluð til söludreifingar hér á landi í ágóðaskyni. Maðurinn var farþegi með flugi frá París hingað til l ands en fíkniefnin faldi hann í farangri sínum.

Maðurinn er í gæsluvarðhaldi á Litla-Hrauni en héraðssaksóknari krefst þess að hann verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Ennfremur er krafist upptöku á fíkniefnunum.

Sem fyrr segir er málið þingfest í dag og tekur þá lýsir þá sakborningur yfir sekt eða sakleysi.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“
Fréttir
Í gær

Tók meira en tvö ár að fá svör frá Reykjavíkurborg

Tók meira en tvö ár að fá svör frá Reykjavíkurborg
Fréttir
Í gær

Leita að einstaklingi í Tálknafirði sem hefur ekki náðst í um tíma

Leita að einstaklingi í Tálknafirði sem hefur ekki náðst í um tíma
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Læknar vara við því að vinsælar olíur geti verið að valda mikilli aukningu krabbameins í ungu fólki

Læknar vara við því að vinsælar olíur geti verið að valda mikilli aukningu krabbameins í ungu fólki