Í dag er þingfest fyrir Héraðsdómi Reykjaness mál sem héraðssaksóknari hefur höfðað á hendur frönskum manni, sem fæddur er árið 1999, fyrir stórfellt fíkniefnabrot. Maðurinn heitir Mourchido Mmadi.
Frakkinn er sakaður um að hafa þann 19. apríl á þessu ári staðið að innflutningi á samtals 1.075,28 g af metamfetamíni með 81% styrkleika. Efnin voru ætluð til söludreifingar hér á landi í ágóðaskyni. Maðurinn var farþegi með flugi frá París hingað til l ands en fíkniefnin faldi hann í farangri sínum.
Maðurinn er í gæsluvarðhaldi á Litla-Hrauni en héraðssaksóknari krefst þess að hann verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Ennfremur er krafist upptöku á fíkniefnunum.
Sem fyrr segir er málið þingfest í dag og tekur þá lýsir þá sakborningur yfir sekt eða sakleysi.