Ferðamaður sem framdi skemmdarverk á einni sögufrægustu byggingu heims í síðasta mánuði hefur skrifað bréf þar sem hann segist ekki hafa haft hugmynd um að næstum 2000 ára gamall minnisvarði Colosseum hringleikahússins í Róm á Ítalíu væri svona forn.
Sjá einnig: Ferðamaður vann skemmdarverk á einni sögufrægustu byggingu veraldar
Vitið var ekki mikið að þvælast fyrir honum 31 árs gamla Ivan Danailov Dimitrov, en í myndbandinu sem fyrst var deilt á Reddit má sjá hann nota lyklana sína til skera út ástarjátningu sína til kærustu sinnar með setningunni „Ivan+Hayley 23“. Á myndbandinu má heyra að sá sem tekur það upp spyr Dimitrov hvort hann ætli virkilega að halda athæfinu áfram, hann lætur aðvörunina fara inn um annað og út um hitt og heldur ótrauður áfram við skemmdarverkið.
Eftir að myndbandið af skemmdarverkinu fór á flug og vakti mikla reiði tókst að bera kennsl á Dimitrov, sem er breskur.
Sjá einnig: Ferðamaðurinn sem framdi skemmdarverk á ómetanlegri byggingu er fundinn
„Ég viðurkenni með skömm að það ekki fyrr en eftir athæfið sem ég frétti af hvað minnisvarðinn er ævaforn. Ég vona að þessi afsökunarbeiðni verði samþykkt,“ skrifaði Dimitrov í bréfi dagsettu 4. júlí, sem sent var af hálfu lögfræðings hans til saksóknaraembættisins í Róm, borgarstjórans í Róm og sveitarfélagins Róm. Hlutar bréfsins voru fyrst birtir á miðvikudag í dagblaðinu Il Messaggero í Róm.
Í bréfinu viðurkennir Dimitrov „alvarleika verksins sem ég framdi“ og biður Ítali og heiminn allan „innilegrar og einlægrar afsökunarbeiðni fyrir skemmdirnar sem urðu á minnisvarða, sem er í raun arfleifð alls mannkyns“. Dimitrov bauðst til að „einlæglega og ábyggilega“ leiðrétta ranglætið.
Múrsteinninn sem Dimitrov framdi skemmdarverkið á er hluti af vegg sem byggður var við endurreisn á minnisvarðanum um miðja 19. öld, en minnisvarðinn var vígður á fyrstu öld eftir Krist. Sú staðreynd skiptir yfirvöld í Colosseum engu máli og segja það ekki breyta þeirri staðreynd að athæfi Dimitrov sé skemmdarverk.
Ítalskir herlögreglumenn fundu deili á Dimitrov með því að bera nöfnin sem hann skar út við við skráða gesti í Róm og komust þannig að því að hannhafði gist í Airbnb-gistingu í Cinecittà hverfinu. Roberto Martina, lögreglustjórinn sem hafði yfirumsjón með aðgerðinni, sagði að Dimitrov hefði verið rekinn heim til Englands, þar sem hann og kærasta hans búa. Kærastan er ekki til rannsóknar.
Kalla á harðari refsingar
Fyrir þremur árum voru refsingar fyrir skemmdarverk af þessu tagi þyngdar verulega á Ítalíu. fyrir skemmdarverk á virðulegum menningararfi Ítalíu. Og landsmenn vilja setja enn harðari lög á loftslagsaðgerðasinnar, sem hafa unnið skemmdarverk á menningarverðmætum til að mótmæla því sem þeir kalla aðgerðarleysi stjórnvalda í loftslagsbreytingum.
„Það má segja að erlendir ferðamenn sem koma til Ítalíu, af hvaða þjóðerni sem er, séu haldnir þeirri hugmynd að þeir séu komnir til lands þar sem allt er leyfilegt, þar sem heimamenn loki augunum og svo fer sem fer,“ sagði Alexandro Maria Tirelli, lögmaður Dimitrov. En skjólstæðingur hans á yfir höfði sér 2-5 ára fangelsi og sekt allt að 15 þúsund evrum, eða 2,2 milljónir króna. Vonast Tirelli til að Dimitrov verði aðeins dæmdur til sektargreiðslu og sleppi við fangelsi. Segir Tirelli afsökunarbeiðni skjólstæðings staðfesta að hann taldi athæfi sitt saklaust.
Bréfið ekki að gera Dimitrov neinn greiða
Óhætt er að segja að bréfið sló ekki í gegn þegar það var birt í ítölskum fjölmiðlum. Afsökunarbréfið er sagt skaðvaldur heilbrigðrar skynsemi og hefur því verið haldið fram að afsökunarbeiðni geri Dimitrov engan greiða. „Hélt hann að Colosseum væri skyndibitastaður?“ spyr Dagospia vinsæll vefmiðill.
Fréttaþulur í hádegisfréttum RAI 1, ítalska ríkissjónvarpsins, sagði að sú staðreynd að Dimitrov hefði ekki vitað að minnisvarðinn væri forn „væri í raun dálítið ótrúverðug afsökun“.
Talsmaður skrifstofu borgarstjóra Rómar sagði að þeir hefðu ekki fengið bréf Dimitrovs. Saksóknaraembættið í Róm neitaði að tjá sig.