fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fréttir

Póstboxum fjölgar stöðugt

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 3. júlí 2023 10:18

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýjum póstboxum hefur verið komið fyrir á Akureyri, þar sem þau er nú orðin fjögur talsins, og á Dalvík. Póstbox hafa sprottið upp víða og afhendingarstöðum fjölgað töluvert á síðustu vikum og mun þeim fjölga enn frekar eins og segir í tilkynningu frá Póstinum.,,Við höfum unnið hörðum höndum að því að finna stað fyrir öll nýju póstboxin okkar. Um leið og við finnum heppilega staðsetningu er strax hafist handa við að setja póstboxin upp. Nú höfum við sett upp póstbox á Laugum og Vopnafirði. Svo erum við líka að stækka póstboxið á Húsavík,“ segir Kjartan Flosason, forstöðumaður pósthúsa.Póstboxin eru bæði einföld og þægileg í notkun að sögn Kjartans. ,,Þegar pakkinn er kominn í póstbox færðu skilaboð með QR-kóða og PIN-númeri. Þú ræður hvort þú skannar kóðann eða notar PIN-númerið. Þá opnast póstboxið og pakkinn kemst í þínar hendur.“Póstboxin eru alltaf opin svo fólk getur sótt pakkana þegar því hentar. ,,Einnig er sú nýjung komin í gagnið að hægt er að senda pakka í póstboxunum. Það er gert í örfáum skrefum. Pakkinn er skráður á posturinn.is og viðkomandi fær strikamerki og fer síðan í næsta póstbox þar sem prentaður er út miði og hann límdur á pakkann og honum svo stungið inn í hólfið. Pósturinn tekur svo við og sér um afganginn.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sveitarstjórn í Gran Canaria ríður á vaðið og setur á ferðamannaskatt – Tekur gildi eftir áramót

Sveitarstjórn í Gran Canaria ríður á vaðið og setur á ferðamannaskatt – Tekur gildi eftir áramót
Fréttir
Í gær

Ingólfur Kjartansson dæmdur í átta ára fangelsi

Ingólfur Kjartansson dæmdur í átta ára fangelsi
Fréttir
Í gær

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“