fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Fréttir

Kortin straujuð fyrir 2,6 milljarða í erlendri netverslun

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 3. júlí 2023 09:28

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslendingar eyddu 2,6 milljörðum króna í maímánuði í erlendri netverslun, sem er aukning um 31,4% á milli ára. Tæplega helmingur af innkaupunum eða rúmlega 1,2 milljarðar króna voru verslaðar í erlendum fataverslunum á netinu. Kemur þetta fram í tilkynningu Rannsóknaseturs verslunarinnar (RSV).

Fyrstu fimm mánuði þessa árs versluðu Íslend­ing­ar fyr­ir rúm­lega tíu millj­arða í er­lendri net­versl­un og er aukningin töluverð frá síðasta ári þegar innkaup sama tímabils voru 9,3 milljarðar. Innanlands versluðu Íslendingar fyrir 17,3 milljarða króna, og er einnig aukning þar frá síðasta ári, þegar verslunin var 15,4 milljarðar.

„Íslend­ing­ar láta eng­an bil­bug á sér finna þrátt fyr­ir stöðuna í sam­fé­lag­inu,“ segir Magnús Sig­ur­björns­son, for­stöðumaður RSV, í sam­tali við Morg­un­blaðið, en að hans mati bitn­ar aukn­ing í er­lendri net­versl­un ekki á inn­lendri versl­un. „Ein leið til að út­skýra þetta er að fólk er að reyna finna sér ódýr­ari föt og hluti á net­inu. Kannski er veðrið bara búið að vera svo leiðin­legt að fólk er meira fyr­ir fram­an tölv­una. Svo virðist sem að net­versl­un inn­an­lands minnki ekki sam­hliða.“

Í flokknum lyf, heilsu- og snyrtivörur hefur verið 90,6% aukning á innkaupum erlendis frá milli ára. Íslendingar virðast fagna auknu framboði af áfengi hér heima en áfengisinnkaup erlendis frá hafa minnkað um 14,6% milli ára.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Talaði Trump af sér?

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Hinn grunaði morðingi Mangione getur ekki stundað kynlíf en er orðinn kyntákn – „Svooooooo heitur“

Hinn grunaði morðingi Mangione getur ekki stundað kynlíf en er orðinn kyntákn – „Svooooooo heitur“
Fréttir
Í gær

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans
Fréttir
Í gær

Sérfræðingar telja að enn sé tími til að stökkva á Bitcoin-vagninn

Sérfræðingar telja að enn sé tími til að stökkva á Bitcoin-vagninn
Fréttir
Í gær

Drápshundarnir í Langholtshverfi hafa drepið ketti og ráðist á fólk – „Hundarnir endurspegla eigendurna“

Drápshundarnir í Langholtshverfi hafa drepið ketti og ráðist á fólk – „Hundarnir endurspegla eigendurna“
Fréttir
Í gær

Mangione sagður hafa „misst vitið“ eftir sársaukafulla aðgerð

Mangione sagður hafa „misst vitið“ eftir sársaukafulla aðgerð