Lögreglan í umdæmi Grafarvogs/GrafarholtsMosfellsbæjar fékk tilkynningu um eld í trampólíni og fór á vettvang ásamt slökkviliði. Grunur leikur á að um íkveikju hafi verið að ræða.
Í umdæmi Kópavogs/Breiðholts var tilkynnt um menn sem voru að reyna komast inn í bifreiðar, voru þeir farnir þegar lögregla kom á vettvang. Einnig var tilkynnt um aðila í annarlegu ástandi en borgari aðstoðaði aðilann við að komast heim til sín og var aðstoð lögreglu því afþökkuð.
Í umdæmi miðbær/Vesturbær/Austurbær/Seltjarnarnes var tilkynnt um þjófnað á rafmagnshlaupahjóli, vitað hver meintur gerandi er og er málið er í rannsókn. Einnig var tilkynnt um grunsamlegar mannaferðir en maðurinn var farinn af vettvangi þegar lögregla kom á vettvang. Maður í annarlegu ástandi var að angra gesti á bar í miðbænum, lögregla fór á vettvang og ræddi við manninn. Hann var beðinn um að yfirgefa staðinn sem hann gerði og kvaðst hann ætla að ganga heim til sín. Brotist var inn í heimahús og er málið í rannsókn. Tilkynnt var um mann að selja fíkniefni en hann var farinn þegar lögregla kom á vettvang.