Kona á níræðisaldri er látin vegna nóróveirusýkingar sem varð á hóteli á Austurlandi.
Mbl.is greinir frá.
Minnst 12 tilfelli sýkingarinnar eru staðfest en um hópsýkingu var að ræða. Er sýkingin sögð hafa lagst verst á tvo hópa, annars vegar hóp erlendra ferðamanna og hins vegar á hóp í ferð sem skipulögð var af konum í Skagafirði.
Samkvæmt upplýsingum Mbl.is brá hóteleigandinn á það ráð að loka veitingastað hótelsins til að takmarka samgang. Hafa ekki komið upp ný tilfelli veikinda síðustu tvo daga, eða eftir að hótelið var sótthreinsað.