Í umdæmi lögreglunnar í Hafnarfriði og Garðabæ í nótt var tilkynnt um líkamsárás. Þar var brotaþoli líklega nefbrotinn og var hann fluttur á bráðamóttöku. Málið er í rannsókn.
Þetta kemur fram í dagbók lögreglu. Í Kópavogi/Breiðholti var tilkynnt um rúðubrot í sameign í fjölbýlishúsi. Lögregla kom á vettvang og ræddi við vitni sem sögðust vita hver gerandi væri.
Tilkynnt var um grunsamlegar mannaferðir í Kópavogi/Breiðholti, þar sem menn voru að kíkja í garða. Lögregla fór á vettvang en mennirnir voru farnir af vettvangi.
Tilkynnt var um stuld á bíl miðsvæðis í Reykjavík. Lögregla fann bílinn stuttu seinna. Þá kom í ljós að þeir sem voru á bílnum voru einnig grunaðir um þjófnað stuttu áður.
Í Kópavogi/Breiðholti var tilkynnt um reiðhjólaslys í gærkvöld. Lögregla og sjúkralið komu á vettvang. Hinn slasaði var fluttur á bráðamóttöku.