fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Fréttir

Banaslys í Vestmannaeyjum

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 1. júlí 2023 14:26

Frá Vestmannaeyjum. Mynd: Óskar Friðriksson. Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Banaslys varð í Vestmannaeyjum fyrr í dag þegar karlmaður féll af Ystakletti og í sjóinn. Mikið viðbragð var í kjölfar slyssins. 

Karl Gauti Hjalta­son lög­reglu­stjóri í Vest­mann­eyj­um staðfest­ir andlátið í sam­tali við mbl.is.

Tilkynning um slysið barst til lögreglunnar og var maður­inn var flutt­ur í land þar sem hann var úr­sk­urðaður lát­inn. Lög­regl­an rann­sak­ar nú til­drög slyss­ins. Í samtali við Mbl.is tel­ur Karl Gauti lík­legt að maður­inn hafi verið hluti af hóp sem var við smöl­un í klett­in­um í dag.

Samkvæmt heimildum DV er karlmaðurinn heimamaður og á áttræðisaldri. 

Í tilkynningu frá lögreglu kl. 16.07 segir:
Kl. 13:40 í dag barst lögreglunni í Vestmannaeyjum tilkynning um að maður hafi fallið úr Ystakletti og hafnað í sjónum. Félagar úr Björgunarfélagi Vestmannaeyja héldu þegar á vettvang og náðu manninum úr sjónum en hann reyndist vera látinn. Maðurinn var búsettur í Vestmannaeyjum og var með hópi manna við smölun í klettinum þegar að óhappið varð og hátt fall á þeim stað sem maðurinn féll. Rannsókn á tildrögum slyssins stendur nú yfir. Vill lögregla þakka öllum viðbragðsaðilum og vottar aðstandendum samúð.

Fréttin hefur verið uppfærð.

Einstaklingur féll af Ystakletti í Vestmannaeyjum og í sjóinn fyrir stuttu og eru viðbragðsaðilar við höfnina. Samkvæmt heimildum DV er mikið viðbragð á bryggjunni, sjúkrabíll og lögregla. Sagði heimildamaður sem er í bátsferð að hann hefði mætt björgunarbáti á fullri ferð á leið í land.

Karl Gauti Hjaltason, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum, segir í samtali við Vísi að unnið sé að því að koma manninum, sem hann veit ekki hvers kyns er eða á hvaða aldri, í land.

Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir í samtali við DV að björgunarskipið Þór hafi verið kallað út klukkan 13.40 vegna slyssins. Hefur hann ekki frekari upplýsingar um slysið að svo stöddu.

Orkumót 6. flokks drengja er í Eyjum nú um helgina og því mikill mannfjöldi í eyjunni.

Ystiklettur er austasti klettur norðurklettanna og stendur norður af Víkinni þar sem innsiglingin í höfnina er.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“
Fréttir
Í gær

Tók meira en tvö ár að fá svör frá Reykjavíkurborg

Tók meira en tvö ár að fá svör frá Reykjavíkurborg
Fréttir
Í gær

Leita að einstaklingi í Tálknafirði sem hefur ekki náðst í um tíma

Leita að einstaklingi í Tálknafirði sem hefur ekki náðst í um tíma
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Læknar vara við því að vinsælar olíur geti verið að valda mikilli aukningu krabbameins í ungu fólki

Læknar vara við því að vinsælar olíur geti verið að valda mikilli aukningu krabbameins í ungu fólki