fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fréttir

Hópur veittist að ungum manni með hníf – Stálu hjóli hans og skemmdu það

Ritstjórn DV
Föstudaginn 30. júní 2023 07:40

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjórir til fimm aðilar réðust að ungum manni í miðborginni i nótt. Í dagbók lögreglu kemur fram að hópurinn hafi haft reiðhjól af fórnarlambi sínu sem þeir síðan skemmdu áður en þeir yfirgáfu vettvanginn. Málið er í rannsókn hjá lögreglu.

Eins og vant er þurftu lögreglumenn að glíma við ýmis verkefni í gærkvöldi og í nótt. Þannig var lögregla kölluð til í verslun í hverfi 108 út af óánægjum viðskiptavin en sjónarvottar töldu að slagsmál væru í uppsiglingu. Málið var leyst með tiltali.

Þá var lögreglan kölluð til út af meintum skemmdarverkum ungmenna í hverfi 109. Þegar lögreglu bar að garði voru ungmennin að leika sér og ekkert óeðlilegt í gangi.

Því miður voru síðan allmörg dæmi þess að ökumenn væru stöðvaðir vegna gruns um akstur undir áhrifum. Þau mál voru flest leyst á vettvangi og fara sína leið í kerfinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt