fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Fréttir

Húsvörður í háskóla slökkti á frysti vegna pirrandi viðvörunarhljóðs – Eyðilagði rannsókn sem staðið hafði yfir í meira en tvo áratugi

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 27. júní 2023 19:00

Húsvörðurinn olli stórtjóni fyrir mistök

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrrum húsvörður í háskóla nokkrum í New York-fylki, Rensselaer Polytechnic Institute, er miðpunkturinn í kærumáli sem rekja má til meintra afglapa hans í starfi árið 2020. Húsvörðurinn, sem starfaði sem verktaki hjá fyrirtækinu Daigle Cleaning Systems Inc., var með starfsstöð um tíma í rannsóknarálmu háskólans og er sakaður um að hafa slökkt á frysti og eyðilagt þar með ýmis sýni sem tilheyra meðal annars rannsóknum sem staðið hafa yfir í tvo áratugi í háskólanum. CNN greinir frá.

Háskólinn hefur nú kært áðurnefnt fyrirtæki fyrir að þjálfa ekki starfsmann sinn nægilega og er farið  fram á bætur upp á um eina milljón dollara, eða um 135 milljónir króna.

Forsaga málsins er sú að K.VLakshmi, prófessor við háskólann og ábyrgðarmaður umræddra rannsókna, tók eftir því að frystir sem innihélt sýnin ómetanlegu sendi frá sér viðvörunarhljóð. Ástæðan var sú að hitastig frystisins, sem átti að vera í -80 gráðum, hafði hækkað um tvær gráður sem gat stefnt rannsókninni í hættu enda sýnin afar viðkvæm fyrir hitabreytingum.

Heyrði mjög pirrandi hljóð

Lakshmi ákvað hins vegar, eftir að hafa kannað málið, að í lagi væri að beðið yrði eftir viðgerðarfólki frá söluaðila til að laga frystinn. Frystirinn var því merktur með miða þar sem fram kom að tækið væri bilað og að ef viðvörunarhljóðið væri truflandi væri hægt að ýta á takka til að slökkva á hljóðinu en alls ekki mætti slökkva á frystinum eða taka hann úr sambandi. Þá væri hreingerningar ekki þörf.

Nokkrum dögum síðar átti umræddur húsvörður leið hjá og heyrði viðvörunarhljóðið sem hann sagði síðar að hafði verið mjög pirrandi. Hann hafi því ákveðið að kippa frystinum úr sambandi og þar með hætti hljóðið óbærilega.

Daginn eftir var hitastig frystisins komið upp í -32 gráður og örvæntingarfullir vísindamenn þurftu að horfast í augu við að sýni sem tilheyrðu rannsóknum sem staðið höfðu yfir í rúma tvo áratugi voru ónýt.

Eins og gefur að skilja var starfsferill húsvarðarins við háskólann kominn á endastöð eftir atvikið en nú, þremur árum síðar, freistar háskólinn þess að himinháar bætur frá fyrrum vinnuveitanda hans.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“
Fréttir
Í gær

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“
Fréttir
Í gær

Tók meira en tvö ár að fá svör frá Reykjavíkurborg

Tók meira en tvö ár að fá svör frá Reykjavíkurborg