fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Fréttir

Jón Þór fékk sex mánaða fangelsi fyrir fimm líkamsárásir, brot gegn valdstjórninni og ölvunarakstur

Ragna Gestsdóttir
Sunnudaginn 18. júní 2023 12:30

Myndin tengist fréttinni ekki beint. Mynd: Unsplash.com

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Þór Gíslason, 24 ára Selfyssingur, var á föstudag dæmdur til sex mánaða fangelsisvistar fyrir fimm líkamsárásir, brot gegn valdstjórninni og umferðarlagabrot. Fjórar líkamsárásanna áttu sér stað í sumarbústað sama kvöldið.

Þrjár ákærur gegn Jóni Þóri voru sameinaðar. Sú fyrsta er dagsett 19. Ágúst 2021 þar sem hann er ákærður fyrir brot gegn valdstjórninn. Lögregla varð kölluð til í júní árið 2020 að Hótel Selfossi vegna slagsmála fyrir utan hótelið. Þar komu þeir að hópi fólks sem hélt Jóni Þóri niðri vegna þess hve æstur hann var. Var hann handtekinn og færður í fangaklefa þar sem hann var verulega dónalegur og með skæting, hótaði hann meðal annars lögregluþjónum lífláti og barsmíðum, auk þess sem hann gerði tilraun til að sparka í fótlegg lögreglumannsins, sem þar var við skyldustörf. „Brjóttu á mér hendina áður en ég fucking drep þig, áður en ég drep þig, ég mun stinga þig í andlitið, treystu mér, ég drep þig.“

Gekk berserksgang í bústað og barði fjóra 

Önnur ákæra er dagsett 8. september 2021 og er í tveimur liðum, annars vegar fyrir fjórar líkamsárásir í sumarbústað 12. Janúar árið 2020 og hins vegar fyrir líkamsárás 10. maí 2020 við eldsneytisverslun á Selfossi.

Lögreglu barst tilkynning 12. janúar árið 2020 vegna óláta í sumarbústað á Vaðnesvegi, þar sem maður hafði veist að nokkrum einstaklingum og ærst eftir rifrildi eins og segir í dómi Héraðsdóms Suðurlands. Á vettvangi hitti lögregla fyrir tilkynnanda, sem sem sagði Jón Þóri hafa slegið hann í höfuðið og ráðist á nokkra aðra. Lögreglumann fundu hann í einu herbergi bústaðarins,þar sem hann sat einn og var í símanum. Segir í dóminum að hann hafi verið frekar rólegur, sjáanlega mjög ölvaður og í uppnámi. Aðspurður hafi hann kveðið ekkert hafa gerst og þetta væri allt bull. 

Í eldhúsi bústaðarins hafi verið fólk sem allt var í miklu uppnámi og talsvert ölvað. Hafi reynst erfitt að fá greinargóðan framburð hjá því, en fólkið hafi þó sammælst um að upp hafi komið atvik inni í einu herbergjanna þar sem Jón Þór hafi gengið fram af þolinmæði hinna með dónaskap og leiðindum. Hann hafi verið æstur og árásargjarn sem hafi endað með handalögmálum milli hans og annarra. 

Vitni lýstu atvikum svo að maðurinn hafi verið einn inni í herbergi með konu og þrír hafi verið að reyna að komast inn í herbergið. Maðurinn hafi verið ósáttur við það og lamið einn í vinstra eyrað, kýlt annan í nefið og skallað hann og bitið þriðja í vinstri öxlina.

Þegar lögreglu bar að garði var eitt vitnið með greinilegt bitfar á öxlinni, sem blæddi úr og virtist talsvert djúpt. Annar hafi verið með sjáanlega áverka í andliti, mjög bólginn við nefbein og ekki getað andað í gegnum aðra nösina. Hann hafi einnig verið bólginn á enni. Sá þriðji hafi ekki verið með sjáanlega áverka. Þá hafi fjórða vitnið og brotaþolinn mætt á lögreglustöð ásamt konunni sem hafði verið í herberginu með manninum. Sá lýsti atvikum þannig að hann hafi verið að gera að sárum eins mannanna í sófa í stofu bústaðarins, þegar maðurinn hafi komið þangað mjög æstur, bitið hann í nefið og slegið í andlitið.

Fyrir dómi neitaði Jón Þór sök en kannaðist við að hafa slegið frá sér í bústaðnum og sagði það hafa verið neyðarvörn þegar meintir brotaþolar veittust að honum. Í dómi Héraðsdóms Suðurlands segir að sú fullyrðing eigi sér ekki stoð í gögnum málsins. 

Líkamsárás við eldsneytisverslun

Fimmtu líkamsárásina framdi Jón Þór 10. maí árið 2020 framan við inngang að eldsneytisverslun á Selfossi, segir í dóminum að hann hafi veist að manni, með því að grípa aftan í nærbuxur sem hann klæddist og kasta honum þannig til hliðar og örskömmu síðar veist að honum að nýju, gripið í peysu sem hann klæddist og kastað honum þannig að hann lenti á baki á stétt og þar sem hann lá, fyrst sparkað í hægri hlið líkama hans og svo gripið aftur í peysu sem hann klæddist og rifið hann þannig upp af stéttinni og kastað honum aftur til jarðar; allt framangreint með þeim afleiðingum að þolandi hlaut þreifi eymsli yfir mjaðmabeinum og þjóvöðva.

Jón Þór játaði þetta brot sitt skýlaust. Hann játaði einnig brot samkvæmt þriðju ákærunni, fyrir að hafa ekið laugardaginn 29. janúar 2022, sviptur ökurétti um Austurveg við Hörðuvelli á Selfossi, undir áhrifum áfengis (vínandamagn í blóði 0,95 ‰

Var hann sakfelldur í öllum ákæruliðum í héraðsdómi og dæmdur til sex mánaða fangelsisvistar, þar af var fullnustu þriggja mánaða frestað til tveggja ára. Hann var jafnframt dæmdur til að greiða 120 þúsund krónur í sekt og þola ævilanga sviptingu ökuréttinda, að greiða einum brotaþola 300 þúsund krónur í miskabætur og 250 þúsund krónur í málskostnað og að greiða allan sakarkostnað, rúmlega eina milljón króna.

Landsréttur staðfesti dóm héraðsdóm með vísan til heimilda hans. Þá var honum gert að greiða allan áfrýjunarkostnað málsins tæplega 800 þúsund krónur og málskostnað brotaþola vegna málsmeðferðar fyrir Landsrétti, 250 þúsund krónur.

Dóma Landsréttar og Héraðsdóms Suðurlands má lesa hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands
Fréttir
Í gær

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans
Fréttir
Í gær

Var með mikið magn af OxyContin innvortis

Var með mikið magn af OxyContin innvortis
Fréttir
Í gær

Efling boðar til aðgerða gegn 100 veitingastöðum

Efling boðar til aðgerða gegn 100 veitingastöðum
Fréttir
Í gær

Vodafone byrjar að rukka mánaðargjöld fyrir netföng

Vodafone byrjar að rukka mánaðargjöld fyrir netföng
Fréttir
Í gær

Drápshundarnir í Langholtshverfi hafa drepið ketti og ráðist á fólk – „Hundarnir endurspegla eigendurna“

Drápshundarnir í Langholtshverfi hafa drepið ketti og ráðist á fólk – „Hundarnir endurspegla eigendurna“