fbpx
Þriðjudagur 16.apríl 2024
Fréttir

Úkraínumenn sagðir gera fólk út til skemmdarverka í Rússlandi

Jakob Snævar Ólafsson
Mánudaginn 5. júní 2023 13:10

Mynd frá árás Úkraínu á eldsneytisbirgðastöð í Belgorod í Rússlandi

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

CNN hefur heimildir fyrir því að Úkraína hafi myndað net útsendara, og fólks sem hefur samúð með málstað landsins, innan Rússlands. Verkefni þessa fólks sé að standa fyrir skemmdarverkum. Sagt er að Úkraínumenn séu farnir að útvega fólkinu dróna til að standa fyrir árásum.

Samkvæmt CNN telja bandarískir embættismenn eru að þessi hópur hafi staðið fyrir drónaárás í maí síðastliðnum sem beindist að Kreml og að drónunum hafi verið skotið á loft innan Rússlands en ekki frá Úkraínu.

Á þessari stundu er ekki talið ljóst hvort þessi hópur stóð fyrir drónaárásum sem gerðar hafa verið á síðustu dögnum á íbúðahverfi í nágrenni Moskvu og á olíhreinsistöðvar í suðurhluta Rússlands.

Bandarískir embættismenn telja hópinn samanstanda af Rússum sem hafa samúð með málstað Úkraínu og útsendurum sem hafa hlotið sérstaka þjálfun í þessari tegund hernaðar. Talið er að hópnum hafi verið útvegaðir drónar sem framleiddir eru í Úkraínu.

Ekki er fyllilega ljóst hvernig drónunum var komið til Rússlands en heimildarmenn CNN segja að Úkraínumenn hafi náð að búa sér til leiðir til að smygla hlutum til Rússlands. Landamæri Rússlands og Úkraínu eru 2.295 kílómetra löng og því nægt rými til að smygla drónum eða íhlutum í dróna yfir þau.

Samkvæmt heimildarmönnum CNN, innan bandaríska stjórnkerfisins, er ekki fyllilega ljóst hverjir stjórna þessum hóp en talið sé að það séu aðilar innan leyniþjónustu Úkraínu. Forseti landsins, Volodymyr Zelensky, hefur sett almenn viðmið um hvað leyniþjónustustofnanir landsins mega gera en samþykki hans er ekki þörf vegna hverrar einustu aðgerðar.

CNN leitaði svara hjá talsmanni leyniþjónustu Úkraínu sem svaraði ekki beint en gaf í skyn að sprengingar og drónaárásir innan Rússlands myndu halda áfram.

Röð dullarfyllra atvika

Í frétt CNN segir að síðastliðið ár hafi orðið fjöldi dullarfullra eldsvoða og sprenginga innan Rússlands. Urðu þessi atvik á eldsneytisstöðvum, járnbrautum, skráningarstöðvum, vöruhúsum og olíuleiðslum. Tíðni slíkra atvika hefur farið vaxandi undanfarnar vikur. Segir einn heimildarmaður að tilraunir Úkraínumanna til að byggja upp markvissar leiðir til að standa fyrir skemmdarverkum innan Rússlands séu farnar að bera enn meiri árangur.

Sagt er að innan stjórnkerfis Úkraínumanna sé hópur sem hafi talað markvisst fyrir slíkum aðgerðum og viljinn til þess er sagður vaxandi hjá háttsettum aðilum.

Segja heimildarmenn CNN að Kyrylo Budanov, yfirmaður leyniþjónustu úkraínska hersins, hafi talað einna hæst fyrir auknum árásum innan Rússlands. Í bandarískum njósnaskýrslum hefur komið fram að Zelensky sjálfur hafi lagt til að gerð yrði drónaárás á rússneska hermenn í Rostov héraði, sem er austast á landamærum Rússlands og Úkraínu. Ekki er vitað hvort sú hugmynd varð að veruleika en vitað er að drónaárásir hafa verið gerðar á olíustöðvar í héraðinu.

Budanov hefur látið hafa eftir sér að Úkraínumenn muni halda áfram að drepa Rússa þar til sigur vinnst í styrjöldinni.

Segja eitt opinberlega en annað bak við tjöldin

Bandarískir embættismenn hafa fordæmt árásir innan Rússlands opinberlega og sagt þær geta valdið stigmöngun stríðsins. Þeir segja hins vegar við fréttamenn CNN að það sé klókt hjá Úkraínumönnum að standa fyrir þeim. Þeir segja að Rússar neyðist þá til að beina auknum úrræðum að því að vernda sitt landsvæði og á meðan undirbúi Úkraínumenn gagnsókn.

Utanríkisráðherra Bretlands, James Cleverley, og einn hæst setti herforingi Frakklands hafa sagt opinberlega að Úkraínumenn hafi rétt til að verja sig með því að gera árásir innan Rússlands.

Úkraínskir embættismenn hafa tjáð fréttamönnum, undir fjögur augu, að árásum innan Rússlands verði haldið áfram einkum til að dreifa kröftum Rússa og veikja varnir þeirra gegn væntanlegri gagnsókn Úkraínumanna.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Málinu sem klauf kirkju aðventista vísað frá – Lambafell og Litla-Sandfell flutt til sementsgerðar í Þýskalandi

Málinu sem klauf kirkju aðventista vísað frá – Lambafell og Litla-Sandfell flutt til sementsgerðar í Þýskalandi
Fréttir
Í gær

Japanar óttast fall Úkraínu og krísu í Asíu ef stuðnings Bandaríkjanna nýtur ekki við

Japanar óttast fall Úkraínu og krísu í Asíu ef stuðnings Bandaríkjanna nýtur ekki við
Fréttir
Í gær

Ragnheiður ánægð að hafa hætt viðskiptum við fyrirtækið

Ragnheiður ánægð að hafa hætt viðskiptum við fyrirtækið
Fréttir
Í gær

Áfengisneysla á uppleið á Íslandi en niðurleið í Evrópu – Íslendingar fara oft á fyllerí

Áfengisneysla á uppleið á Íslandi en niðurleið í Evrópu – Íslendingar fara oft á fyllerí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhann á flótta undan réttvísinni – Ákærður fyrir vörslu og dreifingu barnaníðsefnis en mætir ekki fyrir dóm

Jóhann á flótta undan réttvísinni – Ákærður fyrir vörslu og dreifingu barnaníðsefnis en mætir ekki fyrir dóm
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Heiða neitaði að spila lag með Hallbirni Hjartarsyni – „Næsti hlustandi sem náði inn öskraði á mig“

Heiða neitaði að spila lag með Hallbirni Hjartarsyni – „Næsti hlustandi sem náði inn öskraði á mig“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Með varanlegan taugaskaða eftir að hann var skorinn upp á Landspítala við ófullnægjandi lýsingu

Með varanlegan taugaskaða eftir að hann var skorinn upp á Landspítala við ófullnægjandi lýsingu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Starfsfólk hetjur sem eigi hrós skilið – „Ég á varla til orð til að lýsa aðdáun minni“

Starfsfólk hetjur sem eigi hrós skilið – „Ég á varla til orð til að lýsa aðdáun minni“