fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Fréttir

Innbrotsþjófur með brottvísun yfir höfði sér staðinn að verki – Reyndi að úða í sig fíkniefnum rétt fyrir handtökuna

Ritstjórn DV
Mánudaginn 8. maí 2023 16:30

Landsréttur

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsréttur staðfesti gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Reykjaness yfir stórtækum innbrotsþjófi sem staðinn var að verka við innbrot í skóla á höfuðborgarsvæðinu. Úrskurðinn féll í síðustu viku en fram kemur að hann hafi átt að gilda til hádegis síðastliðins föstudags, 5. maí. Þá kemur fram úrskurður liggi fyrir að vísa eigi manninum úr landi og áætlaði hafi verið að framkvæma þá brottvísun síðastliðinn fimmtudag. DV hefur ekki upplýsingar að svo stöddu um hvort að það hafi gengið eftir.

Reyndi að neyta fíkniefna rétt fyrir handtöku

Málsatvikið er nokkuð athyglisvert en þar kemur fram að lögreglu hafi borist tilkynning um yfirstandandi innbrot í ótilgreindan skóla á höfuðborgarsvæðinu aðfaranótt 29. apríl síðastliðinn.

Er lögregla kom á vettvang var innbrotsþjófurinn enn við iðju sína og var þegar handtekinn. Fram kemur í gæsluvarðhaldsúrskurðinum að hann hafi verið með fíkniefni meðferðis en þegar hann hafi orðið var við lagana verði hafi hann freistað þess að innbyrða þau í hvelli, væntanlega til þess að þau færu ekki til spillis. Þá hafði maðurinn rafhlaupahjól meðferðis sem hann viðurkenndi að hafa tekið ófrjálsri hendi.

Þrátt fyrir að greina mætti ákomu á hurð skólans og eggvopn þar við þá neitaði maðurinn að hafa brotist inn í skólann heldur fullyrti að hurðinn hefði verið opinn.

Brottvísunarferli staðið yfir síðan 2021

Í gæsluvarðhaldsúrskurðinum kemur fram að maðurinn sé af erlendu bergi brotinn og hafi sótt um vernd hérlendis. Hann hefur áður fengið dóm hérlendis og hafi með athæfi sínu rofið skilyrði reynslulausnar í megin atriðum.

Þá hafi lögreglan manninn grunaðan um fleiri innbrot og til hafi staðið að fara í húsleit hjá honum en það hafi strandað á því að maðurinn neitar að gefa upp aðsetur sitt.

Þá hafi staðið til að senda manninn af landi brott en það ferli hafi staðið yfir síðan 2021 en fyrir liggur úrskurður um brottvísun sem og endurkomubann.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“
Fréttir
Í gær

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“
Fréttir
Í gær

Tók meira en tvö ár að fá svör frá Reykjavíkurborg

Tók meira en tvö ár að fá svör frá Reykjavíkurborg