fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Fréttir

Grunaður um að taka út lyf og lífeyri í nafni konu sem lést fyrir mörgum árum

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 8. maí 2023 11:57

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsréttur hefur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurð héraðsdóms yfir manni, sem gildir til föstudagsins 12. maí. Lögregla hafði afskipti af manninum vegna heimilisofbeldis en þá upplýsti sambýliskona hans um að hann væri að taka út lyf og við lífreyrisgreiðslum frá Tryggingastofnun ríkisins í nafni konu sem lést árið 2014.

Um þetta segir orðrétt í gæsluvarðhaldsúrskurði héraðsdóms:

„Málavextir eru þeir að X hefur dvalið í húsnæði sambýliskonu sinnar, A, sem er á vegum Félagsbústaða, tekið út lyfseðilskyld lyf A og notað fjármuni hennar en hún fær enn greiðslur frá Tryggingastofnun ríkisins. Lögreglu hefur borist dánarvottorð A frá […] sem staðfestir að hún hafi látist árið 2014. X hefur haldið því fram í áraraðir að hún sé enn á lífi.

Þann 4. apríl 2023 kemur lögregla á vettvang að […] vegna meints heimilisofbeldis X gegn núverandi sambýliskonu sinni B. Þar greinir B frá því að A hafi látist fyrir mörgum árum og X taki enn út lyf í nafni A. B greindi frá því að X hafi reynt að fá hana til að nota símanúmer A. B telur að hann sé að reyna að fá hana til að koma fram sem A þar sem íbúðin er skráð á nafni A. B kveðst hafa boðist til að ná í dánarvottorð A til […] og koma með það til Íslands svo unnt sé að ganga frá málum hennar hérlendis en við það hafi X reiðst og harðneitaði henni að gera það. Í skýrslutöku neitaði X að A væri látin og kvaðst hafa heyrt í henni fyrir tveimur vikum en hún hafi farið erlendis fyrir jólin 2022, sbr. mál lögreglu nr. […].“

Fram kemur í úrskurðinum að maðurinn er erlendur ríkissborgari. Hann er með langan sakaferil og er þekktur fyrir að hverfa sporlaust. Hann er nú til rannsóknar vegna gruns um fjársvik og skjalafals, vegna þess sem hér var nefnt að framan. Rannsóknin er sögð á viðkvæmu stigi og lögregla óttast að maðurinn gæti torveldað rannsóknina ef hann yrði látinn laus, t.d. með því að afmá ummerki um brot. Segir að allt að átta ára fangelsi liggi við þeim brotum sem maðurinn er grunaður um.

Þá segir ennfremur í úrskurðinum að lögregla hafi við húsleit aflað sér upplýsinga um bankaupplýsingar mannsins og látnu konunnar. Einnig hafi fundist útrunnið vegabréf í nafni látnu konunnar og íslykill hennar. Einnig fundust töluverð bankagögn sem tilheyra konunni auk skattframtala bæði fyrir hönd hennar og mannsins fyrir árin 2022 og 2023. Konan var einnig innskráð sem notandi á bland.is „þar sem verið var að selja vörur,“ eins og segir í úrskurðinum.

Svo virðist sem hinn grunaði hafi villt um fyrir yfirvöldum og stuðlað að því að þau töldu konu sem lést árið 2014 vera ennþá á lífi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Íslensk vötn ekki eins hrein og við hreykjum okkur af – Hættuleg eilífðarefni yfir mörkum í öllum sýnum

Íslensk vötn ekki eins hrein og við hreykjum okkur af – Hættuleg eilífðarefni yfir mörkum í öllum sýnum
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“