fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Fréttir

Dóttir Rakelar beitt svívirðilegu ofbeldi – Segir vandamálið hafa grasserað lengi – „Ég vil stoppa þetta strax“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 8. maí 2023 14:27

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alvarlegt atvik átti sér stað í skrúðgarðinum í Keflavík í eftirmiðdaginn á laugardag er tveir drengir, 11-12 ára gamlir, veittust að tveimur 7 ára stelpum sem voru á reiðhjólum og beittu þær ofbeldi. Móðir annarrar stúlkunnar, Rakel Ösp Sigurðardóttir, greinir frá því að drengirnir hafi barið dóttur hennar og skemmt hjólið hennar. Þeir hafi ennfremur elt hana alla leið að Myllubakkaskóla og barið hana ítrekað í höfuðið. Þeir stálu hjólalásnum hennar og skemmdu bjölluna.

Litla stelpan var marin eftir árás drengjanna en meðfylgjandi er mynd af áverkum hennar.

„Sem betur fer var hún með hjálminn sinn því annar þeirra var að berja hana í höfuðið, en hún datt af hjólinu sínu þegar hann réðst á hana,“ segir Rakel í viðtali við DV. Hún segir að atvikið sé alls ekki einsdæmi heldur hluti af viðvarandi ofbeldi sem drengir í 5. bekk Myllubakkaskóla beita yngri börn, bæði í skólanum í frímínútum og utan skólans.

„Það er greinilegt að þetta er búið að vera í gangi í þó nokkurn tíma og mér finnst Myllubakkaskóli ekki fylgja eineltisstefnu nægilega hart eftir. Eldri systir mín bjó hér í mörg ár með börnum sínum tveimur og eitt þeirra þurfti að skipta um skóla vegna eineltis,“ segir Rakel og bendir á að foreldrar hafi margítrekað tilkynnt ofbeldi. Hún skrifaði færslu um málið í íbúahóp Reykjanesbæjar sem vakti mikla athygli og viðbrögð annarra foreldra:

Eftir að ég hafði skrifað færsluna höfðu nokkrir aðrir foreldrar með börn í sama skóla með svipaðar sögur og sum lentu verr í því. Einn strákurinn sem varð fyrir líkamsárás er einhverfur og var blár og marinn eftir þá. Annað foreldri hafði samband og sagði að 9 ára strákurinn sinn hefði verið að hoppa á ærslabelg og þá hefðu tveir strákar komið og byrjað að berja hann og hafi svo hringt í vini sína og allt í einu voru þeir 8-10 strákar að berja hann allir í einu.

Foreldrar hafa haft samband við lögreglu, skólastjóra, umsjónarkennnara og deildarstjóra, og jafnvel lagt fram áverkavottorð, en það er aldrei haldinn foreldrafundur um þetta vandamál, svo ekkert breytist fyrr en þeir finna næsta fórnarlamb. Skólinn ætti að bregðast við og tilkynna til barnaverndar því að það er greinilega eitthvað mikið að heima hjá þessum illkvittnu börnum.“

Rakel er staðráðin í að hafa uppi á ofbeldiseggjunum. „Eftir að hafa heyrt hvernig fór hjá þeim þá ætla ég að sitja við skólann og fylgjast með í frímínútum svo að stelpan mín geti bent mér á þessa krakka. Fáránlegt að ég þurfi að gera þetta en ég vil stoppa þetta strax.“

Rakel segir ennfremur:

„Þessir foreldrar sem töluðu við mig eru líka mjög sár yfir þessu og eðlilega hrædd við að senda börnin út að leika sér.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

„Forkastanlegt að atvinnurekendur skuli grafa með þessum hætti undan réttindum launafólks“

„Forkastanlegt að atvinnurekendur skuli grafa með þessum hætti undan réttindum launafólks“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Ólafur Ágúst spyr hvort Vernd sé einkarekið fangelsi í dulbúningi – „Ákveðin tegund þrælahalds“

Ólafur Ágúst spyr hvort Vernd sé einkarekið fangelsi í dulbúningi – „Ákveðin tegund þrælahalds“
Fréttir
Í gær

Öskrin í konunni reyndust á „heldur jákvæðari nótum“ en óttast var

Öskrin í konunni reyndust á „heldur jákvæðari nótum“ en óttast var
Fréttir
Í gær

Zelenskyy segir að hægt sé að senda erlendar hersveitir til Úkraínu áður en af NATÓ-aðild verður

Zelenskyy segir að hægt sé að senda erlendar hersveitir til Úkraínu áður en af NATÓ-aðild verður
Fréttir
Í gær

Ákeyrsla á bílastæði eyðilagði framtíðina sem hún stefndi að

Ákeyrsla á bílastæði eyðilagði framtíðina sem hún stefndi að
Fréttir
Í gær

Sigurður Fannar ákærður fyrir morð á dóttur sinni

Sigurður Fannar ákærður fyrir morð á dóttur sinni