fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Fréttir

Datt ofan í tveggja metra holu og slasaðist

Ritstjórn DV
Mánudaginn 8. maí 2023 06:14

Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð út vegna aðila sem hafði fallið um tvo metra ofan í holu í hverfi 104 í gærkvöldi og slasast. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu.  Ákverkarnir reyndust blessunarlega minniháttar eftir fallið en aðilinn var fluttur á slysadeild til aðhlynningar.

Þá var tilkynnt um einstakling í annarlegu ástandi sem veittist að farþegum í strætó í Hafnarfirði. Sá var handtekinn og vistaður í fangageymslu lögreglu fyrir ölvun á almannafæri.

Þá var húsráðanda í Hafnarfirði verulega brugðið þegar að flugelda var kastað í hús viðkomandi. Engar skemmdir urðu á húsinu en gerendur flúðu af vettvangi.

Auk nokkurra ökumanna sem grunaðir eru um að hafa verið undir áhrifum við akstur þá var tilkynnt um óvenjulega uppákomu í Grafarvogi í gær. Ökumaður hafði þá flautað á vegfarenda sem hafði gengið í veg fyrir bíl hans. Sá tók flautinu illa og barði í rúðu bílsins með þeim afleiðingum að rúða brotnaði. Sá flúði svo af vettvangi en málið er í rannsókn lögreglu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Gáði ekki að sér og sigldi á hafnarkantinn

Gáði ekki að sér og sigldi á hafnarkantinn
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Kiðjabergs- og Naustahverfismálin vekja furðu því meintir morðingjarnir eru ekki taldir sekir um manndráp – Jón Steinar útskýrir hvers vegna

Kiðjabergs- og Naustahverfismálin vekja furðu því meintir morðingjarnir eru ekki taldir sekir um manndráp – Jón Steinar útskýrir hvers vegna
Fréttir
Í gær

Skarphéðinn stígur til hliðar sem dagskrárstjóri RÚV

Skarphéðinn stígur til hliðar sem dagskrárstjóri RÚV
Fréttir
Í gær

Verslunarstjóri ákærður fyrir nauðgun á fötluðum undirmanni sínum og tveimur andlega fötluðum ungmennum

Verslunarstjóri ákærður fyrir nauðgun á fötluðum undirmanni sínum og tveimur andlega fötluðum ungmennum
Fréttir
Í gær

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“
Fréttir
Í gær

Hinn grunaði morðingi Mangione getur ekki stundað kynlíf en er orðinn kyntákn – „Svooooooo heitur“

Hinn grunaði morðingi Mangione getur ekki stundað kynlíf en er orðinn kyntákn – „Svooooooo heitur“