fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Fréttir

Ógnaði vegfaranda með hnífi

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 6. maí 2023 07:57

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gærkvöld var tilkynnt um mann sem ógnaði vegfaranda með hnífi í Kópavogi eða Breiðholti (lögreglustöð 3). Frá þessu greinir í dagbók lögreglu. Var maðurinn handtekinn og vistaður í fangageymslu þar til hægt er að taka skýrslu af honum. Hnífurinn var haldlagður.

Tilkynnt var um að manneskja hefði fallið af hestbaki. Var viðkomandi flutt með sjúkrabíl á slysadeild. Einnig var tilkynnt um  mann sem féll af reiðhjóli. Sá afþakkaði hins vegar aðstoð og kvaðst óslasaður. Verr fór með mann sem féll af rafskútu en sá fékk áverka í andlit. Er hann grunaður um akstur undir áhrifum áfengis.

Óskað var aðstoðar lögreglu vegna ofurölvi manns á skemmistað í miðborginni. Við afskipti lögreglu og sjúkraflutningamanna varð maðurinn æstur og ósamvinnuþýður og beit hann jafnframt lögreglumann. Var maðurinn vistaður í fangageymslu þar til hægt er að ræða við hann.

Tilkynnt var um árekstur í hverfi 110 og stakk sá olli tjóninu af. Vitni að atvikinu gat bent á tjónvald sem grunaður er um að hafa ekið bílnum undir áhrifum vímuefna.

Árekstur tveggja bíla varð í Mosfellsbæ. Báðir bílarnir voru óökufærir eftir óhappið og voru dregnir af vettvangi með kranabíl. Engin slys urðu á fólki.

Tilkynnt var um hugsanlega fíkniefnasölu við fjölbýlishús í Vesturbænum. Einstaklingurinn var farinn er lögreglu bar að.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands
Fréttir
Í gær

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans
Fréttir
Í gær

Var með mikið magn af OxyContin innvortis

Var með mikið magn af OxyContin innvortis
Fréttir
Í gær

Efling boðar til aðgerða gegn 100 veitingastöðum

Efling boðar til aðgerða gegn 100 veitingastöðum
Fréttir
Í gær

Vodafone byrjar að rukka mánaðargjöld fyrir netföng

Vodafone byrjar að rukka mánaðargjöld fyrir netföng
Fréttir
Í gær

Drápshundarnir í Langholtshverfi hafa drepið ketti og ráðist á fólk – „Hundarnir endurspegla eigendurna“

Drápshundarnir í Langholtshverfi hafa drepið ketti og ráðist á fólk – „Hundarnir endurspegla eigendurna“