fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Fréttir

Skiptum lokið hjá Engilberti – 245 milljón króna gjaldþrot en engar eignir fundust

Björn Þorfinnsson
Fimmtudaginn 4. maí 2023 10:15

Engilbert Runólfsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skiptum er lokið í búi athafnamannsins Engilberts Runólfssonar. Þetta kemur fram í Lögbirtingablaðinu í dag en lýstar kröfur í búið námu 245 milljónum króna en engar eignir fundust.

Engilbert var úrskurður gjaldþrota þann 12.  maí 2020 en nokkrum mánuðum fyrr, eða í janúar 2020, var hann dæmdur fyrir stórfelld skattsvik og peningaþvætti. Fyrir dómi játaði Engilbert brot sín greiðlega og var í kjölfarið dæmdur í tíu mánaða skilorðsbundið fangelsi. Þá þurfti hann að greiða 58 milljóna sekt innan fjögurra vikna, ella sæta fangelsi í eitt ár.

Engilbert var sakaður um að hafa ekki staðið skil á virðisaukaskatti á sex mánaða tímabili árið 2017 og 2018. Skattsvik Engilberts námu um 23 milljónum króna. Hann hefur ítrekað komist í kast við lögin og hefur áður verið fundinn sekur um brot gegn umferðarlögum, fíkniefnalagabrot, brot gegn skotvopnalöggjöfinni, hylmingu og skjalafals. Hann hefur síðastliðin ár verið umsvifamikill í viðskiptalífinu og farið fyrir fjölda verktakafyrirtækja.

Árið 2019 fór DV ítarlega yfir vafasama fortíð Engilberts í kjölfar þess að hann var ákærður fyrir stórfelld skattsvik og peningaþvætti árið 2019. Engilbert játaði í kjölfarið á sig brot sín fyrir Héraðsdómi Vesturlands og var dæmdur í tíu mánaða skilorðsbundið fangelsi og til greiðslu 58 milljón króna sekt. Í tilvitnaðri frétt DV var rakið að Engilbert hafi í gegnum tíðina ítrekað verið fundur sekur um brot gegn umferðarlögum, en á árunum 1982-1996 gerði hann alls fimm sinnum dómsátt vegna slíkra brota, auk hylmingar á þýfi. Eins hafði honum í þrígang verið gerð viðurlög vegna umferðarlagabrota og þar að auki hafði hann hlotið sektardóm fyrir umferðarlagabrot. Á þessu tímabili var Engilbert einnig fundinn sekur um fíkniefnalagabrot, brot gegn skotvopnalöggjöfinni, hylmingu og skjalafals.

Frá 1993–1996 gekkst hann þrívegis undir viðurlagaákvörðun fyrir umferðarlagabrot og hafði auk þess hlotið fimm refsidóma frá árinu 1988. Þetta kemur fram í dómsorði Héraðsdóms Reykjavíkur frá 1996, en í því máli var Engilbert dæmdur í skilorðsbundið fangelsi fyrir fíkniefnasmygl. Var það í annað sinn sem Engilbert hlaut dóm fyrir slíkan innflutning, en áður hafði hann hlotið sakfellingu árið 1991 vegna hlutdeildar í fíkniefnasmygli.

Upp úr aldamótunum fór hagur Engilberts að vænka og varð hann umsvifamikill í viðskiptalífinu og fór fyrir fjölda fyrirtækja sem sinntu stórum byggingaverkefnum. Hann var þó sakfelldur fyrir umferðarlagabrot, enn aftur, árið 2009 og gert að greiða sekt í ríkissjóð. Í niðurstöðu héraðsdóms kom fram að innan við tveimur vikum áður en dómur þessi féll hafði Engilberg gengist undir dómsátt vegna umferðarlagabrots þar sem honum var gert að greiða tæpar 200 þúsund krónur í sekt og missti hann bílprófið í eitt ár.

Í frétt DV er einnig rakið þegar Engilbert var hnepptur í gæsluvarðhald vegna rannsóknar lögreglu á hvarfi Valgeirs Víðissonar, eins var fjallað um „dauðahúsin“ á Hverfisgötu, Glaðheimaævintýrið og Vatnsendamálið, svo dæmi séu tekin.

Í kjölfar fréttaflutnings DV boðaði Engilbert umfjöllun um öll sín helstu viðskipti í gegnum tíðina, þar sem fjölmiðlar væru óhæfir til að fjalla um hans mál á réttan hátt. Lítið hefur þó borið á þeirri umfjöllun.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands
Fréttir
Í gær

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans
Fréttir
Í gær

Var með mikið magn af OxyContin innvortis

Var með mikið magn af OxyContin innvortis
Fréttir
Í gær

Efling boðar til aðgerða gegn 100 veitingastöðum

Efling boðar til aðgerða gegn 100 veitingastöðum
Fréttir
Í gær

Vodafone byrjar að rukka mánaðargjöld fyrir netföng

Vodafone byrjar að rukka mánaðargjöld fyrir netföng
Fréttir
Í gær

Drápshundarnir í Langholtshverfi hafa drepið ketti og ráðist á fólk – „Hundarnir endurspegla eigendurna“

Drápshundarnir í Langholtshverfi hafa drepið ketti og ráðist á fólk – „Hundarnir endurspegla eigendurna“