fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fréttir

Pútín hefndi sín með sprengjuregni í nótt – Kallað eftir því að Zelensky verði drepinn

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 4. maí 2023 08:30

Pútín Rússlandsforseti. Mynd/AFP

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rússneski herinn lét sprengjum og sjálfsmorðsdrónum rigna yfir Kænugarð og aðrar úkraínskar borgir í nótt. Talið er að um fjörtíu drónar, allar merktir með áletruninni Fyrir Moskvu hafi verið notaðir í nótt en sprengingar heyrðust meðal annars í borgunum Odessa, Nikopol og Zaporizhzhia auk höfuðborgarinnar.

Talið er að sprengjuregnið sé svar Vladimir Pútín, Rússlandsforseta, við meintu tilræði úkraínska hersins í gær en þá féllu tveir drónar, sem sagðir eru úkraínskir, á Kreml í Moskvu. Rússar hafa haldið því fram að úkraínsk yfirvöld beri ábyrgð á árásinni en því hafa Úkraínumenn neitað staðfestlega. Volodimir Zelensky, Úkraínuforseti, vísaði ásökununum til að mynda alfarið á bug og sagði Úkraínumenn eiga fullt í fangi með að berjast í eigin landi.

Úkraínumenn náðu að skjóta flestar sprengjurnar og drónanna niður en einhverjar skemmdir urðu þó á byggingum í helstu borgum. Engar fregnir eru af mannfalli.

Í kjölfar drónaárásarinnar á Kremli kallaði Dmitry Medvedev, fyrrum forsætisráðherra Rússlands, opinberlega eftir því Zelensky yrði drepinn í ljósi þess að Úkraínumenn hafi freistað þess að vega Pútín.

Breskir sérfræðingar telja þó að árásin á Kreml hafi verið sviðsett af Rússum og aðgerðin hafi verið liður í því að dreifa athyglinni frá yfirvofandi gagnsókn Úkraínumanna og ekki síður auka stuðning heima fyrir gagnvart stríðinu í nágrannalandinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Ristaðar möndlur og jólasveinar í Bónus

Ristaðar möndlur og jólasveinar í Bónus
Fréttir
Í gær

Æsispennandi kapphlaup um að verða „Trump-hvíslari“ – Hver er með forystuna?

Æsispennandi kapphlaup um að verða „Trump-hvíslari“ – Hver er með forystuna?